Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Síða 47

Víkurfréttir - 15.12.1983, Síða 47
VÍKUR-fréttir „Ég sé ekki eftir þeim tíma sem farið hefur í þetta, - síður en svo“ - Spjallað við Sigrúnu á Nýjalandi Það var eirm laugardaginn i byrjun desember, að við lögðum leið okkar út i Garð, nánar tiltekið i hús sem heitir Nýjaland og stendur fyrir ofan afleggjar- ann til Útskála. Tilgangur ferðarinnar var að taka húsmóðurina þar á bæ tali. Hún heitir Sigrún Odds- dóttir og býr þar ásamt manni sinum, Hjálmari Magn- ússyni. Sigrún á Nýjalandi, eins og flestir Garðmenn kalla hana, þarf nú kannski ekki að kynna, hún hefur staðið i fylkingarbrjósti i félagsmálum ýmis konar i Garðinum um langt árabil. Sigrún býður okkur til stofu, og við byrjum á að spyrja hana um uppruna hennar. ,,Ég er fædd í Móhúsum, hér aðeins utar, og bjó þar til níuáraaldurs.enþáflutt- ist fjölskylda mín að Prest- húsum, sem standa rétt hér fyrir neðan. Foreldrar mínir Oddur Jónsson og Kristín Hreiöarsdóttir, komu hingað frá Vestur-Skafta- fellssýslu, svo ég tel mig nú vera hálfpartinn Skaftfell- ing, þó ég sé fædd og uppalin hér í Garðinum og hafi alltaf átt hér heima. Svo þegar við Hjálmar fórum að búa, byrjuðum við hér í kjallaranum á Nýjalandi. Foreldrar hans, Magnús Sigurðsson og Magnea Isaksdóttir, bjuggu þá hér uppi. Á þessu má sjá, að við höfum átt heima hérásömu torfunni frá barnsaldri." Hvernig var hér umhorfs i Garöinum, þegar þú varst aö alast upp? „Þegar ég man fyrst eftir mér þá var mikil fátækt hér, svona almennt. Það voru svona einstaka heimili sem stóðu upp úr, en almennt var hér mikil fátækt. Ef t.d. brást að fiskur bærist að landi eða fyrirvinna heimil- anna veiktist, þá voru heim- ilin bjargarlaus. Þá voru best sett þau heimili sem höfðu kannski eina kú til að hafa mjólk, en það voru mörg heimili sem höfðu enga grasbíta og þau voru eölilega verulega illa sett. Ég man til dæmis þegar við áttum heima í Móhúsum, þá höfðum við engar skepnur, að við Júlli bróðir, sem er tæpum tveimur árum eldri en ég, við sóttum á hverjum einasta degi þriggja pela flösku af mjólk hérsuðurað Vallarhúsum í Miðnes- hreppi, en þá var þar gott bú. Þessa þriggja pela flösku af mjólk gaf Margrét i Vallarhúsum mömmu á hverjum einasta degi, og var þetta eina mjólkin sem til var á heimilinu þá. Þó fátæktin væri mikil hér í Garðinum á þessum tíma, þá var hér gott mannlif, og samstaöan mikil, og ég átti hérgóðaæskuogunglings- ár." En félagslif, hvernig var þaö á þessum árum fyrir ungt fólk? „Þá var hér starfandi barnastúkaog KFUM-félag, sem starfaði hér um tímaog við vorum í því systkinin og aðrir krakkar í þorpinu, og náttúrlega í barnastúkunni. Einar Magnússon, fyrrver- andi skólastjóri Gerða- skóla, var gæslumaður barnastúkunnar þá, hann hafði alveg geysileg áhrif á okkur, bæði í barnastúk- unni og í skólanum." Úr þvi viö erum farin aö tala um barnastúkuna, þá ert þú gæsiumaöur hennar. Er ekki svo? Tókst þú viö af Unu Guömundsdóttur? „Nei, ekki tók ég nú við af Unu, heldur fyrir hennar tilstilli. Ég tók við af Þor- steini Gíslasyni, skólastjóra og skipstjóra, hann tók við af Unu. Hins vegar var Una annar gæslumaður lengi eftir að ég tók við, og ég naut hennar leiðbeiningar fyrst á eftir. Barnastúkan Siðsemd hefur unnið mikið og gott starf hér í byggðar- laginu í gegnum tíðina, sér- staklea fyrir félagslíf ungs fólks. Ég tók við barnastúk- unni 1962 og er þvi búin að vera með hana i yfir tuttugu ár, en í stórstúkuna Framför geng ég 1960 og hef verið í henni síðan." Nú, eins og þú veist, eraö risa hér i nágrenninu, eóa i Keflavik, vinveitingahús, kannski næsta spurning sé þá, hvernig finnst þér sem stúkumanneskju, aöhérrisi vinveitingahús á ööru hverju horni? „Mér finnst það bara alveg hræðilegt, ef ég á að segja eins og er, og ég vil meina og hef alltaf haldið þvi fram, að þegar áfengis- salan var opnuð í Keflavík á sínum tíma, jókst drykkju- skapur á Suðurnesjum. öll- um, alveg stórjókst. Mér finnst þessi vínveitingahús ekki vera framfaraspor, það er kannski ekki að marka mitt álit, þvi ég viöurkenni það hreinlega að ég er alveg afskaplega fanatísk á þessa hluti. Ég segi það ekki ein- ungis af því að ég er góö- templari, heldur vegna þess að ég hef alla tíð verið svona í mér.“ Nú stefnir i þaö aö þaö komi til einnar atkvæöa- greiöslunnar enn á Alþingi um aö leyfa innflutning á sterku öli? „Mér er engin launung á því, að ég er á móti bjórn- um, ég held að bjórdrykkja verði viðbót við vínneysl- una og þar sem ég hef kynnst því finnst mér það vera þannig." ,,Þá kemur næst aö spurningunni um fikni- efnin? „Það er með fíkniefnin, það sama og áfengiö. Það er eins og almenningsálitið sé með þessu á einhvern handa máta. Það er eins og enginn þori að tak fast á þessu af einhverjum ástæð- um, það er farið í kringum þessi mál eins og köttur í kringum heitan graut. Þó vita flestir hvaða afleiðingar þetta hefur og hve hrikalegt ástand verður við neyslu þessara efna. Samt er eins og enginn þori að vera á móti því einhvern veginn. Hvort það er hægt að koma í veg fyrir innflutning þess- ara efna inn í landið með aukinni gæslu eða eftirliti, það má kannski vel vera, en almenningsálitið verður að breytast til að einhver ár- angur náist." Hvernig finnst þérstúkan eöa Góötemplarareglan standa i dag mióað viö hvernig hún stóö áöur fyrr? „Því miöur stendur hún ekki nærri því eins vel, það fjölgar ekki í stúkunni, það fækkar heldur, það kemur ekki nýtt fólk í stúkurnar. Það er nánast þannig að maður er talinn vera í eins konar sértrúarsöfnuði, að vera innan vébanda Góð- templarareglunnar, og hún hefur ekki þau áhrif sem hún hafði áður. Það getur vel verið að hún hafi ekki lagað sig nóg að tíðarand- anum hverju sinni, ég veit það ekki og er kannski ekki dómbær á þaö. Hitt veit ég þó, að það vantar einhvern meiri kraft í Góðtemplara- reglunatil að hún geti haml- að eitthvað á móti þessu sem er að gerast í áfengis- og fíkniefnamálum. Hérfyrr á árum hópaðist fólk i stúkurnar, menntamenn og lærðir menn, ein stúkan í Reykjavik var t.d. fræg fyrir hvað í henni voru margir prestar og hún var kölluð prestastúkan. Þessir menn höfðu áhrif og gáfu for- dæmi sem fólk tók tillit til og fór eftir. Það er nú líka svo margt sem glepur nú til dags, hér áður fyrr var þetta kannski eini félagsskapur- inn í plássunum og tilbreyt- ing að vera i honum, enda er Góðtemplarareglan frum- kvööull að alls konar skemmtanahaldi, svo sem leiklist og fleiri góðum hlutum." Nú skulum viö venda okk- ar kvæöi i kross og spyrja þig, Sigrún, um Kvenfétag- iö. Hvenær byrjaöir þú aö starfa meö þvi? „Ég gekk nú ekki í Kven- félagið Gefn fyrr en 1948. Ég þekkti þó vel til kvenfé- lagsins, þvi móðir mín gekk snemma i félagið. Þaö er stofnað 1917 og er einu ári yngra en ég. Bæöi þekkti ég það af því að móðirmín varí félaginu og svo líka af þvi hvað það gerði hér í þorp- inu. Ég geng sem sé í félag- iö og fer á fyrsta fundi beint inn í stjórnina og hef verið þar siðan, fyrst sem ritari, síðan sem formaöur 1976 og er það enn". Þú segir aö kvenfélagiö séstofnaö 1917, hvervartil- gangurinn meö stofnun þess? „Eins og ég sagði áður var hér mjög mikil fátækt. Þá dettur einni góðri konu, Helgu Indriðadóttur, i hug að stofna hér kvenfélag til að reyna að hjálpa fátæk- ustu heimilunum að öðrum þræði, og að hinu leytinu voru uppi raddir um að byggja nýja kirkju hér á Út- skálum. Þessi kona fer til þáverandi prestfrúar á Útskálum, frú Ásdísar Rafn- ar, og færir þetta í tal við hana. Hún tekur þessu mjög vel og þá er ákveðið að boða til stofnfundar. Það er þannig að í fyrstu lögun- um er það svo, að helming- ur sjóðs kvenfélagsins gengur í kirkjubyggingu á Utskálum og hinn helming- urinn til liknar bágstöddum. Mörg fyrstu ár félagsins er í fundargerðum þess líka beiðni frá ýmsum heimilum um aðstoö, kannski umeina flík eða eitt lak, því fátæktin var það mikil eð fólk átti ekki til skiptanna. Þegar til dæmis fyrirvinnan veiktist þá var oft erfitt á heimilun- um og þá kom kvenfélagið til hjálpar og færði þessu fólki nokkrar krónur eöa kannski einhverja flík. Svo gerist það í kringum 1920, að hætt er viö að byggja nýja kirkju, vegna þess að söfnuðurinn er ekki i stakk búinn til að byggja hana. Þá er farið í að hlúa að gömlu kirkjunni og hún stendur hér enn, 122 ára. Þá er lögum félagsins breytt á þann veg, að félagið skuli safna í sjóð til líknar og framfaramála í Útskála- sókn, jafnframt að hlúa a<' kirkjunni, enda er það svo að flestir munir sem kirkiar á í dag eru gefnir af kven félaginu. Það gerði fleira en að liösinna fátæku fólki og kirkjunni, það sinnti menntamálum, rak til dæmis unglingaskóla i samvinnu við Ungmennafé- lagið Garðar þrjá mánuði á hverju hausti, það tók að sér aö kenna krökkum aö lesa þar sem voru erfiðar aðstæður heima fyrir, sinnti leiklistarstarfsemi, það kom upp mörgum leikritum, sem sýnd voru um öll Suðurnes, i samvinnu við stúkuna Framhald á næstu siöu

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.