Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 48
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Framför, og þaö leið ekki svo ár lengi vel, aö þessi félög settu ekki upp leikrit. Það hélt fræöandi fyrir- lestra og var þá vanalega ball á eftir. Þaðhefurhaldið hérjóla- trésskemmtanir frá því 1920. Skemmtunin hefur aðeins fallið niöur í eitt skipti. Hérna áður fyrr var meira fyrirtæki að halda jólatrésskemmtun en nú er, það þurfti aö smiða jóla- tréö og búa til blöðin á það, búa til skraut og fylla jóla- tréspokana af sælgæti, því hvert barn og gamalmenni fékk sinn jólatréspoka." Svo er það annað, sem kvenfólagið hefur gert, það reisti hór barnaheimili? ,,Já, það er nú svo, að þó tímarnir hafi breyst og vel- megunin hér sé orðin mikil, þá hefur kvenfélagið ekki skort verkefni. Þá er það einu sinni að hér hjá félag- inu er starfandi hlutaveltu- nefnd, en hlutavelta hefur veriö ein helsta tekjulind fé- lagsins frá upphafi, en þessi hlutveltunefnd fer aö tala um það sín á milli, að nú þyrfti að fara að reisa hér dagheimili. Þá er það orðið svo, að margar konur eru farnar að vinna úti og voru í vandræöum með að koma börnum sínum fyrir á meðan. Þessar konur bera þetta svo upp á næsta fundi, hvort félagiö ætti ekki aö reisa hér barnaheimili. Þetta er samþykkt strax og farið að hefjast handa. Það gekk mjög vel og lögðu margir hönd á plóginn, mjög margir. Mest allt var unnið í sjálfboðavinnu. Við kvenfélagskonur rekum svo þetta dagheimili og það er opið fyrst þrjá mánuöi yfir sumartímann, en þetta var ekki nóg, því þaö var alltaf biölisti, og við förum út í að stækka, og þá breytist þetta, þannig að þetta verð- ur leikskóli, sem starfar allan daginn allt áriö. Sveit- arfélagið kemur inn í þetta á þessum tíma og við feng- um fyrst þá peninga frá rík- inu og nutum einnig alveg sérstakrar velvildar Spari- sjóðsins í Keflavík meðan á stækkuninni stóð. Sveitar- félagið styrkir starfsemina núna, en við sjáum um dag- legan rekstur heimilisins. Viö eigum húsið og höfum þar aðstöðu fyrir félagið. Við teljum aö með þessum rekstri spörum við sveitar- félaginu heilmiklar fjárupp- hæðir. Það er ábyggilega ekki víða á landinu, sem þetta er rekið svona í dag." Nú hefur verið mikið rætt um það, hvort það só ein- hver þörf fyrir svona félög, eins og kvenfélóg? ..Kvenfélagið hefur ekki skort verkefni þótt velmegunin sé orðin mikil" „Þessi orðrómur var hér uppi fyrir nokkrum árum, en þagnaði fljótt. Ég man sér- staklega eftir samtali sem þessari spurningu var kast- aö fram. Þetta varsamtal við þáverandi formann Kven- félagasambands Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Freyju Norðdal, þar sem hún segir að konur finni sig í þessum félögum og vilji láta gott af sér leiöa, en vilji kannski ekkí fara inn á önnur svið, eins og stjórn- málaflokka. Ein merk kona sagði nú líka, aö þó kvenfé- lögin heföu ekki annaö á stefnuskrá sinni en að kon- ur kæmu saman og skipt- ust á skoöunum, þá ættu þau fyllilega rétt á sér. Þetta sagði hún Halldóra Bjarna- dóttir, þá orðin nær hundr- aðára. Égtekundirþettaog mín skoðun er sú, að á meöan félögin láta eitthvað gott af sér leiða fyrir sitt byggðarlag, og þá landiö í heild, þá eigi þau svo sann- arlega rétt á sér. Það er allt- af nóg af verkefnum til að starfa að og kvenfélögin hafa haft einstakt lag á aö laga sig eftir aöstæðum á hverjum tíma." Þú ert fyrsta og eina kon- an sem hefur verið kosin i hrappsnefnd Gerðahrepps. Hvernig var að koma inn i karlaveldið i hreppsnefnd- inni? „Jú, ég er eina konan sem hef verið kosin í hrepps- nefnd hér sem aðalfulltrúi. Þaö var leitað til mín á sín- um tíma um að gefa kost á mér i þetta, og ég lét til leið- ast, því ég hef aldrei skor- ast undan því að reyna að gera mitt besta fyrir mitt byggðarlag. Ég sat í hrepps- nefnd í tólf ár og hafði bæði gagn og gaman af þvi. Að koma inn í hreppsnefndina fyrst fannst mér alls ekki óþægilegt, þvi þarna voru fyrir algjörir höfðingjar og rótgrónir sveitarstjórnar- menn, Björn Finnbogason, ÞórðurGuðmundsson, Þor- Sendum öllum íbúum Miðneshrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestujóla- og nýársóskir Sueitarstjórn Miðneshrepps „Ég sat i hreppsnefnd i tólf ár og hafði bæði gagn og gaman af þvi" lákur Benediktsson og Guömundur Jónsson á Rafnkelsstöðum, alltsaman ágætismenn." Það hefur verið frekar óvanalegt á þessum tima, að konur sætu i hrepps- nefndum? ,,Þaö var frekar sjaldgæft á þessum tfma, já, en ekki veit ég hvað það hafa verið margar konur á landinu öllu sem sátu í stjórnum sveitar- félaga. Ég var kosin ritari hreppsnefndar strax og gat kannski þess vegna haft mig minna i frammi svona fyrst, vegna þess að ég þurfti að fylgjast með öllu því sem sagt var á fundun- um. Ég kom inn í hrepps- nefndina algerlega ókunn- ug sveitarstjórnarmálum og það tók tíma að komast inn í mál og venjast þeim vinnu- brögðum sem þar voru. Þó maður hefði áhuga á ýms- um málum var það kannski annað að vinna að þeim í sveitarstjórn." Þeffa tímabilsemþúsituri hreppsnefnd hér i Garðin- um, er það ekki eitt mesta uppbyggingartimabil i plássinu? Það stórfjölgar hór ibúunum, hvernig fannst þér að vera i hrepps- nefndinni á þessum upp- gangstimum? „Mér fannst afskaplega gaman að vinna að sveitar- stjórnarmálum, því ég hef alltaf reynt að gera mitt besta fyrir sveitarfélagið mitt, og allir þeir sem sátu með mér í hreppsnefnd þennan tíma, hvorum megin sem þeir voru í póli- tíkinni. Þetta voru allt sam- an ágætismenn og var gott að vinna með þeim öllum. Mér fannst alltaf mjög skemmtilegt að vinna að þessum málum, auðvitað hefði maður viljað að meira væri gert, en þetta er eins og að stjórna heimili, mað- ur verður að vega og meta hvað á að gera, því ekki eru til ótakmarkaðir fjármunir og alltaf er eitthvað látið sitja á hakanum." Þú ert nú ekki alveg hætti sveitarstjórnarmálunum, þú situr i fegrunarnefnd, sem veitir verðlaun fyrir snyrtilega garða og þvi um iikt? ,,Já, ég var í fegrunar- nefnd. Þetta er fyrsta kjör- tímabilið sem hún er sér, áður var hún sameiginlega með heilbrigðisnefnd. Ég er þar formaður og við höfum veitt verölaun fyrir snyrti- lega garða í tvö ár." Einhvern tima sagði mér maður, að hér væri ekki hægt að rækta neitt, hvorki trjágróður eða blóm, það væru svo erfið skilyrði? „Já, þetta var hugsun margra, en það er rétt, að það er erfitt að rækta hér, því bæði er hér vindasamt og svo er lika svo mikil sjávarselta. Það hefur samt sýnt sig, að það er hægt, og héreru margirfallegirgarð- ar nú í dag, sérstaklega þar sem byggð er farin að þétt- ast og komið kannski svo- lítið skjól." Sigrún þá eru það mál- efni kirkjunnar og kirkju- kórsins, þú ert búin að starfa lengi þar? „Ég kom í kirkjukórinn 1961, á hundrað ára afmæli kirkjunnar, og fórfljótlegaá eftir í sóknarnefndina, og núna seinustu árin hef ég verið safnaðarfulltrúi. Það er alveg ólýsanlega gaman að starfa fyrir kirkjuna og að vera í kirkjukórnum. Það er þó mikið erfiðara að halda uppi kirkjukórnum heldur en var hér áður fyrr, það vantar t.d. tilfinnanlega karlaraddir í kórinn, og það er miklu öðruvísi en var, því hérna áður fyrr var starf- andi karlakór, Karlakórinn Víkingur, en þetta stendur nú til bóta og verður kannski kominn góður blandaður kóráðurenlangt um líður. Það er eins. með þetta og annað, fólk er í svo mörgu, að það er erfitt að sinna mörgum verkefnum, því allt tekur þetta tíma." Þá erum við kannski kom- in að lokaspurningunni. Nú ertu sex barna móðir og hefur verið með stórt heim- ili, var ekki oft erfitt að sinna þessu óllu? „Jú, það var oft erfitt að vera í þessu öllu, og ýmis- legt hérna heima sem maður þurfti að leggja til hliðar til þess að geta sinnt þessu eins og þurfti. En það borgaði sig samt. Þegar það hefur gefið manni svo mikið í staðinn, þá sér maður ekki svo mikið eftir þeim tíma sem fór i félagsstörfin. Það er nú kannski minnsta verk- ið að fara á fundina, eins og margir vita, það er vinnan sem maður tekur að sér milli funda, sem er mesta vinnan. Égséekkieftirþeim tíma sem hefur farið í þetta, síður en svo." Ó.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.