Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 50
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir „Var jafn illa farin og alkóhólistinn" - VIÐTAL VIÐ EIGINKONU ALKÓHÓLISTA Þú ert gift alkóhólista? ,,Já, ég er gift virkum alkóhólista." Hvaö hafið þlö veriö lengi gift? ,,Það verða 15 ár í júlí n.k." Getur þú reynt að lýsa því, hvernig líf þitt hefur ver- ið þessi ár? ,,Ég skal reyna. Ég kynnt- ist manni mínum er ég var 21 árs. Ég var ákaflega lífs- glöð og var i góðu starfi. Ég hafði fengið góða menntun, verið erlendis, lært tungu- mál og hamingjan blasti við okkur. Maðurinn minn var 4 árum eldri en ég. Uppeldi okkar var að visu nokkuð ólíkt. Hann er elstur fjögurra systkina. Hann hafði fengið þessa hefð- bundnu menntun, gagn- fræðapróf, en gafst síðan upp á frekara námi. Hann er vel gefinn, við getum kallað hann sjálfmenntaðan, því hann hefur lesið mikið af alls konar fróðleik. Hann er sérfræðingur i íslandssög- unum, hefur ótrúlega gott vald á ensku og dönsku. Ég sjálf kom frá góðu heimili og hafði aldrei kynnst áfengi, hvorki hja foreldr- um né vinum. Það var vel fylgst með mér alla tíð, ég þurfti að lúta ýmsum regl- um, t.d. vera komin heim á skikkanlegum tíma, og stundum fannst mér þá, að uppeldi mitt væri nokkuð strangt. Hann aftur á móti fékk að leika lausum hala frá unglingsaldri. Foreldrar hans voru indælisfólk, en þar sem hann var hávaxinn, skemmtilegur og glæsileg- ur. varö hann brátt hrókur alls fagnaðar og ekki sist i ..góðum félagsskap" með Bakkusi. Sinn fyrsta sopa drakk hann 16 ára. Hann kynntist stúlku þegar hann var 19 ára. Þau eignuðust barn, en samband þeirra rofnaði fljótlega. Þegar við kynntumst fór ekki hjá því að mér fyndist hann nokkuðoft undiráhrif- um áfengis. En við vorum mjög ástfangin. og innst inni var ég alveg vissum, að þegar við giftum okkur, mundi allt lagast. Satt að segja lokaði ég algjörlega augunum fyrir drykkju hans, taldi þetta bara vera nokkuð, sem allir ungir menn gerðu þá. Sjálf bragðaði ég aldrei áfengi. Eitt áttum við sameiginlegt, og það var, að við vildum stofna okkar eigið heimili svo fljótt sem mögulegt væri og eignast barn. Þessi tími leið í sæluvimu. Ég varð brátt ófrisk, við giftum okk- ur og eignuðumst fallegt heimili. A þessum tíma stundaði hann vinnuna sæmilega, en þó kom fyrir að hann vareitthvað lasinn og treysti sér ekki til vinnu. Hann var ýmist slæmur í hálsi eða baki og ég gekk uþþ í þvi að hlú að honum eftir bestu getu. Ég hringdi alltaf í vinnuna hans (að hans beiðni) til að láta vita um veikindi hans, og þetta gekk svona í nokkurn tima. Það mætti e.t.v. segja, að á þessum tima hafi mín eigin blekking byrjað fyriralvöru. Ég var strax komin í hring- iöuna, farin að Ijúga fyrir hann, þar sem bak- og hálsveikin voru auðvitað timburmenn! Barnið okkar var yndislegt og éq var mjög upptekin af því. Ég var svo heþpin að þurfa ekki að vinna utan heimilis á fyrstu árunum. Þegar mesta ástarsælan var dvínuð og hversdags- leikinn tók við, fór svo, að ég gerði mér grein fyrir þvi, að draumur minn um að hann mundi nú hætta að drekka, var algjörlega út i hött. ( staö þess að „batna" fór allt að versna. Um hverja einustu helgi, frá föstudegi til sunnudags, hvarf hann eftir vinnu. Kom heim, klæddi sig, sagðist þurfa að skreþþa aðeins. Þegar fram liðu stundir var ég farin að telja þá daga sem hann var edrú. Fannst mér einatt, að ef hann náði að vera þurr i tvo daga, þá væri hann hættur. Svona var mín blekkmg í þá daga. Hann missti vinnuna hvað eftir annað. Alltaf var það vinnu- veitendunum aö kenna, i hans augum voru þeir allir skilningslausir og fullir af fordómum. Ástand mitt var vægast sagt mjög bágborið. Eg missti mikinn svefn, vakti og beið, og hélt svo þrum- andi skammarræður yfir honum, bæði þegar hann var fullur og timbraður. En það var til litils, þvi meira sem ég skammaðist þvi meíra drakk hann. Ég tók flöskur og hellti úr þeim, ég reyndi að láta hann gera þetta og hitt til þess að forða honum frá þvi að „detta í það", ég fékk hvert taugaáfallið á fætur öðru, varð siðan fámál, önug og forðaðist hann eftir megni. Við getum orðað það í dag, að ég sjálf var komin i ná- kvæmlega jafn slæmt á- stand og hann, þó edrú væri. Öll min viðbrögð voru nákvæmlega eins, ég skammaðist, hann skamm- aðist, hann jós svívirðing- um á mig og ég á hann, hann gat ekki sofið, ég gat ekki sofið, og allt var þetta svo mér að kenna. Ef ég væri öðruvísi, drykki hann ekki, ef hann drykki ekki væri þetta öðruvísi. Þetta var orðinn einn vítahringur. Þegar tók að halla undan fæti, peningar voru ekki til fyrir mat né reikningum, fór ég auðvitað að vinna til að ,,bjarga málunum". Börnin voru nú orðin tvö og það varð að bjarga þeim og okkur. Ég fékk góða vinnu, var heþpin með að eiga góða tengdamóður, sem studdi mig með ráðum og dáðum. Ýmist tók hún upp hanskann fyrir mig eða son sinn. Hún sagði oft við mig t.d., ef þú værir nú aðeins betri við hann, tækir vel á móti honum, þá mundi fyrirlitning á umhverfi og fólki. Sá sem drekkur veit alltaf betur - hann er nokk- hann hætta að drekka. Jú, ég reyndi þetta. Ég skipti um hlutverk. Var góð eigin- kona, sæt og blið, tók vel á móti honum og þá fullviss, að nu mundi þetta allt lag- ast. Ekkert skeði. Ef eitt- hvaö var virtist honum bara liða betur þegar hann fór á næsta fylleri, því nú var ég svo skilninqsgóð." Þaö er ein spurning, sem brennur á vörum mér: Hvernig stendur á þvi að þú og svo margar konur i svip- aðri aöstöðu hreint og beint gefast ekki upp? Hvers vegna látið þið bjóða ykkur upp á svona framkomu? ,,Þetta er góð sþurning og mjög eðlileg. Ég getekki svaraö fyrir aðrar konur né aðra, vegna þess að viö megum ekki gleyma því, að þaö eru ekki bara konur, sem búa við þetta vanda- mál. Fjölmörg dæmi eru um konur, sem eiga við drykkju vandamál að striða, en því miður ber minna á þeim. Ég segi því miður, vegna þess að það er enginn munur á því, hver það er sem drekk- ur, vandamálið er ógnvæn- legt. En svo ég svari nú spurn- ingu þinni hvaö mig sjálfa viðvikur. Við megum ekki gleyma þvi, að yfirleitt er það svo, þegar fólk kynnist og elskar hvort annað, eru tilfinningar fyrir hendi enn- þá, þrátt fyrir andstreymið. Þetta hljómar einnig ein- kennilega, því hegðun okk- ar beggja á þessum árum gaf ekki til kynna neitt annað en að um algjört hat- ur væri að ræða. En það er skammt á milli ástar og hat- urs. Ég held persónulega, að oft spili stolt inn í þessi mál, stolt þeggja. Ofnotkun áfengis fylgir mikill hroki og urs konar stóri Guð. Þetta gerir hann í vanmætti sín- um, fyrirlitningu á sjálfum sér, vorkennir sér og eng- inn skilur hann. En hann telur sig samt alltaf hafa rétt fyrir sér. Ef við snúum þessu dæmi við, fáum við nákvæmlega sömu útkomuna um þann, sem ekki drekkur en býr við þessi vandamál. Konan, ég í þessu tilfelli, vissi alltaf betur, forðaðist fólk, vor- kenndi mér heil ósköp. Ég þurfti að vinna til að bjarga málunum, ég þurfti að leggja á mig þrefalda vinnu til þess að allt gengi vel. Ég vildi fá aðdáun fólks á mér fyrir dugnaðinn, eöa með öðrum orðum, ég vildi að það vorkenndi mér. Ég var píslarvotturinn. Ég átti svo hræðilega bágt. Ég laug að öllum, foreldrum mínum, vinum, kunningjum, létsem allt væri i stakasta lagi. Það sama gerir sá sem er drykkjusjúklingur. Ég bar höfuðið hátt, afsakaði manninn minn í öllum tilvik- um fyrir umheiminum og vorkenndi honum af og til. Viö vorum sem sagt bæði fallin í sömu gryfjuna. Jú, ég hafði uppi alls konar hótanir, svo sem að fara að heiman, ef hann hætti ekki að drekka, ég mundi gera hitt og þetta, ef hann hætti ekki, en það sem verst var af öllu, ég stóð aldrei við hótanir mínar. Tökum dæmi: Þú ert með litið barn, sem suðar og suðar endalaust um súkku- laðibita. Þú segir nei og aftur nei. Barnið heldur áfram að suða og þú verður leið. Svona heldur þetta áfram í langan tíma uns þú ert að springa, vilt fá frið, og hvað skeður svo? Þú lætur undan, barnið fær sitt súkkulaði, þú þinn frið, en hver eru endalokin? Barnið hættir að taka mark á þér. Þú stendur ekki við orð þín, það veit að þú muntfyrreða siðar lúta vilja þess. Það hættir að bera virðingu fyrir þér, .því innst inni heimtar það aga. En þér þykir vænt um þetta barn og barninu þykir vænt um þig, þrátt fyrir þetta. Það er einmitt þetta sem skeður. Drykkju- sjúklingurinn erað reynaað kúga þig, breyta þér, kenna þér um sínar eigin ófarir. Þetta gerir hann aðeins, af því að honum líður hræði- lega illa. Það sama gerir eiginkonan, hún er alltaf að reyna að kúga manninn, breyta honum, hún vill hafa hann eins og hún vill. Það vill oft gleymast, að við er- um einstaklingar með sjálf- stæða hugsun og skoðun. Við verðum að móta ok.kur eftir umhverfinu, umhverfið mótar sig ekki eftir okkur. Við verðum sem sagt að aðlagast. En svona gekk hjóna- band okkar i nokkurár. Allt- of mörg ár. Ég hafði að vísu heyrt getið um Al-Anon samtökin, sem eru til hjálp- ar og stuðnings fjölskyld- um drykkjusjúkra. En það tók mig langan tima að við- urkenna að ég ætti nokkuð heima þar. Ennþá laug ég að sjálfri mér. Ég skyldi sjálf, alein og óstudd sigr- ast á drykkju manns míns. Sami hrokinn, ég ætlaði að breyta þessu öllu. Þegar upp var staðið var ég alls ekki eins illa stödd og kon- an í næsta húsi. Almáttug- ur, maðurinn hennar gekk berserksgang, lamdi hana og krakkana, lögreglan var partíðurgestur, húnátti óg- urlega bágt. Ég var þó ekki lamin, börnin mín gengu í góðum fötum, ég borgaði alla reikninga, hafði mjög góða vinnu og var virt. Börn mín voru ekki eins óttasleg- in og annarra mannabörn, þau voru í fullkomnu jafn- vægi og ég líka. Þetta fannst mér þá - blekking. Trúlega hefi ég sjálf verið mjög illa komin, er hér var komið sögu. Ég varsýknt og heilagt með einhverja kvilla, í maga, vöðvabólgur og lystarlaus, missti 15-16 kíló, svaf illa, tók róandi töflur, ég var að deyja úr áhyggj- um. Ég var komin að því að missa vitið. Maöurinn minn hafði sagt við mig. að ég ætti heima á Kleþpi. Ja, honum ferst, hugsaöi ég þá. En í dag þakka ég Guði fyrir að ég skyldi fá þann kjark að fara á Al-Anon fund. Þar var mér tekið einstaklega vel. Þarna var hópur kvenna og karla, sem áttu við ná- kvæmlega sömu vandamál að stríða. í fyrstu taldi ég mér trú um, að ég hefði raunverulega ekkert þarna að gera. Margar konur bjuggu við miklu verra ástand. En þær voru flestar kátar og glaðar, hvernig mátti þetta vera? Brátt varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.