Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Síða 52

Víkurfréttir - 15.12.1983, Síða 52
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir mér Ijóst, að ég haföi haldið aö Al-Anon félagsskapur- inn mundi brátt leysa allan minn vanda. Ég bjóst við að fá lausnina á mínum vanda- málum þarna með góðum ráðum og klapp á kinn. En það var nú eitthvað annað. Ég hélt að ég væri þarna til þess að „kenna" manninum minum að drekka eða hætta, en það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, að ég væri komin til þess að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Þetta var ægileg upp- götvun. Það var ekkert að mér, ekki drakk ég, ég var heilbrigð. Næsta mál var öllu verra. Aö drykkjuskap- ur manns míns væri sjúk- dómur Þaö lá við að ég hætti við allt saman. Sjúk- dómur, þetta hafði ég aldrei heyrt. Ætlaði einhver að fara að segja mér, að svona ræfilsháttur væri sjúkdóm- ur? Sem betur fer náði skyn- semin tökum á mér og yfir- vann hrokann. Ég ákvað að fara á námskeið hjá áfeng- isvarnadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar, svokallað fjölskyldunámskeið. Fyrsti fyrirlesturinn þarfjallaði um sjúkdóminn alkóhólisma. Siðan tók hver fróðleikur- inn við af öðrum og brátt kom að þvi aö ég skildi, að það var ekki síður ég sem var hjálpar þurfi en maður- inn minn. öll fræðslan beindist að því að breyta sjálfri mér til hins betra, sjá galla mina og kosti, endur- meta sjálfstæði mitt og rétt, gera mig ábyrga fyrir sjálfri mér, m.ö.o. hætta að kenna öðrum um hvernig fyrir mér var komiö. Ég er sjálf ábyrg fyrir lífi minu og ég tek á mig afleiðingar gjörða minna. Á þessu námskeiði, sem tekur 4 vikur, fékk ég fleiri kjaftshögg en ég hafði áður komist í tæri við. Að breyta 1 sjálfri mér - ég sem hafði verið svo góð, bjargað öllu, staðið mig svo vel, kyngt alls konaróþverra, látið nið- urlægja mig, - gat það raun- verulega átt sér stað, að ég væri ekki algóð. Alla tíð hafði ég einblínt á drykkju manns mins, galla hans, að mínu mati átti hann enga kosti. Allar gjörðir hans voru að mínu mati alrangar og vitlausar, hann átti eng- an tilverurétt. Hann var veikur af sjúkdómi, sem hann kaus sér ekki og e.t.v. er það erfiöast við þennan sjúkdóm, að sá sem meö hann gengur er sá allra síð- asti til að sjá hann eða við- urkenna. Á skömmum tima varð mikil hugarfarsbreyting hjá mér. Ég fór að horfa á sjálfa mig í staö þess að einblína alltaf á hann - og ekki leið á löngu áður en ég var svo upptekin af að betrumbæta mig, að lífið fór að hafa ein- hvern tilgang á ný. Ég fórað skoða börnin mín. Hvað var langt síðan ég hafði gert það? Hvar höfðu þau verið öll þessi ár? Hvað héldu þau - hvernig hafði þeim liðið? Gat verið að ég hefði gleymt þeim? Mér varð Ijóst, að i öllu minu píslarvætti, þar sem allt snerist um aum- ingja mig, höfðu þau orðið útundan. Hvernig ætli það sé að heyra aldrei eitt ein- asta blíðuorð milli foreldra, mamma alltaf í æstu skapi, pabbi aldrei heima, mamma er alltaf að skamma pabba, pabbi er fullur - þau eru bæði vitlaus. Skömmu áður hafði ég haldið að þeim liði vel og væru í fullkomnu jafnvægi. Hvar höfðu for- eldrar mínir og vinir verið síðastlin ár? Hvernig skyldi þeim líða? Það var annars nokkuð langt síðan ég hafði haft samband við mína gömlu góðu kunningja. Það voru m.a. svona ótal marg- ar hugsanir, sem þyrfti að sinna. Ég varð að læra að bera aftur virðingu fyrir sjálfri mér, manninum mín- um og börnum. Ennfremur lærði ég fljót- lega að skilja, að ég ber enga ábyrgð á hegðun alkóhólistans - ég get aðeins boriðábyrgðá minni eigin hegðun. ( áraraðir hafði ég skammast mín fyrir hegðun hans, sérstaklega ef við vorum á mannamót- um. Ég ætlaði niður úr gólf- inu úr skömm vegna fram- komu hans og drykkju. Hvers vegna hafði ég verið að eyða allri þessari orku í alkóhólistann? Ekki átti ég sök á þessari hegðan. Mér var algjörlega frjálst að foröa mér, ef ég fann til óþæginda, eða þá að sætta mig við þau. Þetta gat eng- inn ákveðið fyrir mig - ég sjálf var nú fær um að taka mínar eigin ákvarðanir. Er ekki nær að eyða orkunni i að breytasjálfum sérog láta aðra i friði? Almenningsálitið hafði alltaf haft mikið að segja í mínum huga. Hvað hugs- aði fólk, hvernig talaði fólk um okkur o.s.frv.? Þarnafór einnig heil orkulind til spill- is. Af hverju látum við það skipta okkur svo miklu máli? Almenningur er ekki fullkomnari en ég og því skyldi ég hlusta eftir áliti hans. Við verðum að gera okkur Ijóst, að við erum ekki að lifa samkvæmt því, sem einhverjum úti í bæ finnst eða heldur, við erum að lifa okkar eigin lífi. Hins vegar lærum við að bera full- komna virðingu fyrir skoð- unum annarra og okkar eigin skoðunum." Þegar ég bað þig að segja mér frá lifi þinu með alkó- hólista, sagðist þú vera gift VIRKUM alkóhólista. Hvað þýöir þaö? „Sjúkdómurinn alkóhól- ismi er ólæknanlegur. Það er hins vegar hægt að halda honum niðri með meðferð, sem felst í algjörri hugar- farsbreytingu. Til þess að árangur náist verður sásem við vandamálið á að stríða, að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart áfenginu, sem sagt, hann verður sjálfur að játa að hann eigi við vanda- mál að stríða og biðja hjálp- ar. Á meðan hann hefur ekkert gert í sínum málum er hann kallaður virkur alkóhólisti, en sá sem hjálp hefur fengið verður alltaf alkóhólisti, þar sem sjúk- dómurinn er ólæknanleg- ur.“ Eftir að hafa hlustað á sögu þina virðist nokkuð greinilegt, að þessi sjúk- dómur snerti ekki aðeins þann, sem við hann á að striða. Er þarna komin skýr- ingin á þvi, að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur? ,, Já, ég hefi reynt að segja Utvegsbanki íslands Keflavík sendir uiðskiptauinum sínum á Suðumesjum bestu óskir um gleðileg jól, gott og jarsœlt komandi ár, með þökk fgrir uiðskiptin á árinu. Verslunarbanki íslands hf. Útibú - Keflavík óskar uiðskiptauinum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæJs komandi árs, og þakkar uiðskiptin á rinu sem er að líða.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.