Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 54

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 54
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir annar. Alls konar kvillar, sem ég gekk með, eru horfnir. Ég hefi ekki heim- sótt lækni í jafnlangan tíma, var þó tíður gestur þar áður. En það er rétt að taka það fram, að auðvitað á ég mína ,.gráu" daga, rétt eins og hver annar. Það þarf ekkert alkóhólvandamál til þess. Við erum bara einstakling- ar öll saman og dagar okk- ar eru misjafnir. En þaðertil leið að mínu mati: að reyna að gera sér grein fyrir af hverju maður er ,,grár" og þá að reyna að finna lausn á vandanum." Gleðileg jól Farsœlí komandi ár Þökkum viðskipiin á árinu. Bókabúð Keflavíkur Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Útvegsmannafélag Suðurnesja Gleðileg jól Farsælí komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Veitingahúsið VITINN Sandgerði Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Fiskverkun Hilmars og Odds Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Vörubílastöð Keflavíkur Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. SJÓVÁ umboð, Keflavík Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu. Verkalýðs- og sjó- mannafél. Gerðahrepps Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Verslunin Nonni & Bubbi Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskipiin á árinu. Bifreiða verkstæðið Berg hf Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum samslarfið á árinu. Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Ljósboginn Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskipiin á árinu. HH Pípulagnir sf. Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Aðalstöðin hf Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. TALCO Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Pús tröra verkstæðið Grófin 7 Getur þú sagt mér hver viöbrögö mannsins þins voru, þegar þú tjáöir hon- um aö þú værir gengin i Al-Anon? ,,Þegar ég leitaði eftir hjálp gerði ég það með leynd. Á þessum tíma var ég lika orðin útsmogin í smá- lygum og þar að auki var ég lika hrædd. Maður var allt- af hræddur við aðsegja það sem maöur vildi eða lang- aði til að segja. Mér tókst með góðra manna hjálp að fá barnaþíu og sagðist vera að skreþþa til vinkonu minnar. Þetta eru mjög al- geng viðbrögð hjá aðstand- endum alkóhólista. Mér tókst að Ijúga mig út úr þessu í nokkurn tíma, en málið fór að taka á sig aðra mynd, þegar ég ákvað að sækja fjölskyldunámskeið- ið. Þá þýddi ekkert að Ijúga lengur, enda hafði ég loks- ins fengið kjark til þess að segja sannleikann. Nám- skeiðið stendur yfir í 4 vik- ur eins og ég hef áður sagt, þrjá daga í viku. Trúlega var þessi ákvörðun mín, þ.e. að geta sagt rétt til, sú stærsta sem ég hafði tekið í mörg ár. Ég vissi, að eitthvao mundi ske, en gat þaö oroið nokk- uö verra en allt þaö sem áöur haf 61 dunio yfir? Þessa setningu mættu margir hugleiða. Maðurinn minn vissi sitthvað um AA-sam- tökin, enda hafði ég árum saman látið dynja á honum, að þangað ætti hann að leita. Ég skýrði út fyrir honum eins rólega og ég gat, hvað ég ætlaði að gera, og enn- fremur að ég hefði þá þegar leitað á náðir Al-Anon sam- takanna. Viöbrögð hans voru ákaflega skiljanleg, eða það finnst mér'í dag. Hann sagði setningu, sem mér er ákaflega minnis- stæð, enda kom í Ijós að flestir þeir sem á námskeið- unum voru með mér, höfðu fengið svipað svar, og það var þetta: ,,Á nú að fara að auglýsa mig sem einhvern alkóhólista?" Að mínu mati felst gífur- leg vörn í þessari setningu, þar sem alkóhólistinn er sjálfur besta auglýsingin. Dæmið er einfalt, allir eða flestir vita að hann drekkur, hegðunareinkenni draga alla athyglina að honum og ennþá heldur hann að allt sé i lagi, að enginn sjái neitt eða viti, hann telur sig vera eins og allir hinir. Ég verð að játa það, að fram á síð- ustu stundu vissi ég ekki hvort ég mundi hafa kjark til aö standa við ákvörðun mína. Maðurinn minn drakk nú af enn meiri ákafa, það var varla dagur þurr. Skaþið versnaði og svívirðingarnar dundu yfir. En ég hélt mínu striki. Er frá leið og hann sá allt i einu að nú var ég í fyrsta skipti á ævinni búín að taka sjálfstæða ákvörð- un. Næstu viðbrögð manns- ins míns voru „langt, þurrt tímabil". Trúlega átti nú að sanna fyrir mér að hann ætti ekki við neitt vandamál að stríða. Mér skilst að þetta séu mjög eðlileg viðbrögð hjá alkóhólistanum. Eitthvaðer að bresta og hann ætlar nú að sanna, að hann sé ekki alkóhólisti. Hann ætlar að vera edrú nokkurn tima og geta sýnt mér og sjálfum sér, að það sé ég sem er vit- laus, hann ætlar að láta mig bíða ósigur. Ég lauk mínu námskeiði. Eg styrktist með hverjum deginum og nú gatég loks- insskilið, að það varégsem stjórnaði mínu lífi og hann sínu. Stórl sannleikurinn er e.t.v. þessi, hvernig i ósköp- unum ættum viðað verafær um aö stjórna lifi annarra, þegar viö getum ekki stjórn- aö eigin lifi?" Telur þú, aö fordómar gagnvart áfengisneyslu hafi eitthvaö breyst á undan- förnum árum? ,,Já, alveg tvímælalaust, en alls engan veginn nóg. Fjölskylda mín, foreldrarog systkini voru t.d. mjög fljót að skipta um skoðun. Þau höfðu alla tíð varað mig við ofdrykkju mannsins míns, reyndu með öllum brögð- um að koma mér út úr þessu „hræðilega" hjónabandi, að þeirra mati. Þó l/kaði þeim mjög vel við manninn minn, og þó að mér tækist að leyna þau árum saman, hve ástandið var slæmt, vissu þau alltaf betur, hvað væri mérfyrirbestu. Idager þeim fullkomlega Ijóst, að þettaersjúkdómurogþaðá bak við alkóhólistann, manninn minn, eryndisleg- ur maður, góður drengur. Þeim er líka Ijóst, að enginn vill vera svona, eða dettur nokkrum manni í hug, að maöur vilji vera svona? Hver vill ekki vera heilbrigð- ur og lifa góðu lifi? Hver vill ekki vera í sátt við sig og sína? Ætli það hvarfli að nokkrum manni eða konu, að biðja um þennan sjúk- dóm? Mér dettur stundum í hug manneskja, sem er búin að berjast við að losna við 10-30 kíló. Húnvilllosna við þessa þyngd, hún er þung á sér, klæðist illa, lok- arsiginni, villekki hittafólk. Hún á sér eina ósk - að missa öll þessi kíló. Hvað gerir hún? Hún borðar sæt- ar kökur, drekkur gos- drykki, borðar feitan mat. Á sama tima er henni full- kunnugt um að á meðan hún gerir þetta léttist hún ekki. Hún reynir aftur og aftur, en ekkert gengur, hún gefst upp og heldur áfram að vera hundóánægð með sig. Af hverju gerir hún þetta? Þarna vantar ekkert nema hugarfarsbreytingu, hún er sjúk og þarf á aðstoð að halda." Eftir aö hafa setiö meö þér þessa þrjá daga og rabbao við þig, tek ég eftir því aö þú viroist ákaflega yfirveguö og ánægð. Ég hefi líka séð börnin þin, sem ennfremur viröast vera í jafnvægi. Hefur þú e&a þið virkilega fundiö innri friö? Getiö þi& lifaö i andlegu jafnvægi viö núverandi ástæöur? Hlær. - ,,Ég hefi nú kannski sett upp sparisvip- inn fyrir þig þessa daga, og þó. Það er rétt, ég hef fundið innri frið. En það er rétt að.undirstrika það, að til þess að halda sér í jafn- vægi verður maður stans- laust að halda sig að lestri um þessi mál, sækja fundi reglulega, hugsa og hugsa. Hvorki námskeiðið néfund- irnir gera gagn nema maður minni sig daglega á hinn ýmsafróðleik, sem þarerað finna. (dag þori ég að segja meiningu mína. Eg reyndi að fara hinn gullna meðal- veg í öllum eða flestum mál- um, hvort sem þau eru lítil eða stór. Umfram allt reyni ég að hafa hemil á skapofsa mínum. Skapofsi gerir ekk- ert annað en að æsa mann meira upp, og rugla mann sjálfan. Börnin min hafa fylgst með „prógramminu" frá þvi ég byrjaði í Al-Anon. Þau hafasóttfundi með mér og tileinkað sér Al-Anon hugsunina Við ræðum vandamalin sameiginlega, þau bera fulla virðingu fyrir föður sinum í dag. Eðlilega verðum við stundum þreytt eða leið, þegar drykkjan hefur staðið mjög lengi, en við sættum okkur við ástandið eins og það er, annað getum við ekki gert. Við reynum ekki að breyta neinu nema okkur sjálfum. Það segir sig sjálft, að heimilislífið er ekki alveg eðlilegt, ef viðtökum mann- inn minn inn í dæmið. Á því stigi sem hann er, getur hann ekkifalliðinn íeðlilegt og heilbrigt líferni, það segir sig sjálft. Alkóhólist- inn fellur fyrr eða síðar í al- gjöra einangrun. Hann vill helst aldrei vera þátttakandi í einu eða neinu, hann á enga vini nema drykkjufé- laga, fer ekki á mannamót nema áfengi sé til staðar. Þetta skiljum við öll og látum það á engan hátt koma í veg fyrir að við njót- um eðlilegra hluta. Við reynum öll að vera samtaka um aö vera kurteis og alúð- leg, en standa fast á okkar málum og skoðunum. Við reynum umfram allt að fella ekki dóma." Að lokum. Hvaöa von er til þess, aö maöurinn þinn sjái aö sér og fari i meðferð? ,.Þessi sþurning er m|ög hættuleg. ( mörg ár bað ég til Guðs, það var alltaf sama bænin: ,,Góöi Guð, láttu hann hætta að drekka ..." Hvernig er hægt að ætlast til þess af Guði? Guð eða æðri máttur á að mínu mati að vera til stuðnings, en ekki til að leysa málin ein- hliða fyrir okkur. Við verðum að taka þátt í okkar málum líka, og þá fyrst er hægt að búast við stuðn- ingi æðri máttar. í dag hugsa ég aldrei um þann möguleika, að hann eigi eftir að fá hjálp. Ef ég gerði þaðyrði ég einatt fyrir vonbrigðum og missti tök á lífi mínu aftur. Þess vegna tel ég svo mikilsvert að lifa barafyrirdaginnídag. Dag- urinn á morgun er ekki kominn og hver veit, hvað hann ber í skauti sér?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.