Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 1

Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 1
Meingölluð tékkalöggjöf: Gúmmítékkar aug- lýstir til sölu Sá sem tekur við gúmmftékka situr uppi með hann. - Ábyrgð bankanna of Iftil. í síðustu viku mátti sjá óvanalega útstillingu í glugga einnar verslunar í Keflavík. Auglýstir voru til sölu tékkar sem versl- unin hafði fengið til baka frá banka, þar sem inni- stæða reyndist ekki vera fyrir þeim. Að vísu er þetta ekki einsdæmi að menn verði að grípa til þessa ráðs varðandi inni- stæðulausra tékka, því fyrir nokkrum misserum greip önnur verslun til slíkra ráða. Að sögn aðila á staðn- um urðu all mikil við- brögð við þessari inn- heimtuaðferð og aðilar sem gáfu út viðkomandi ávísanir, komu sumir hverjir og björguðu mál- um sínum til þess að ■ ■ ^Bft IH8 §■1 w 1 ít I Kntfmnimmi 1 ávísunin með nafni þeirra hangi ekki uppi fyrir aug- um almennings. Þessi aðferð varpar fram ýmsum spurning- um og því hafði blaðið samband við umráða- menn einnar verslunar sem mikið fær af slíkum tékkum, rannsóknarlög- regluna, lögfræðing og bankamenn. Birtast svör þeirra inni í blaðinu. - epj. Aðalfundur Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum: Nýtt dvalarheimili fyrir Kefla- vík/Njarðvík í undirbúningi Hlévangur lagður niður í núverandi mynd Á aðalfundi Dvalarheim- ila aldraðra Suðurnesjum sem haldinn var í fyrra mán- uði var samþykkt eftirfar- andi tillaga með hliðsjón af umræðum á aðalfundi SSS á dögunum: „Stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum fagnar áhuga sveitarstjórn- armanna á málefnum dval- arheimilanna og lýsir sig nú, sem fyrr, reiðubúna til fundar um málefni aldraðra og felur framkvæmdar- stjóra og formanni að ræða við stjórn SSS um það, með hvaða hætti slíkum fundi verður komið á, svo og fyrirkomulag hans.“ Þá var jafnframt sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Með hliðsjón af fyrri samþykktum leggur stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum til að nú þeg- ar verði hafinn undirbún- ingur að byggingu dvalar- heimilis aldraðra sem stað- sett yrði á Keflavíkur- Njarðvíkursvæðinu. Jafn- framt verði dvalarheimilið Hlévangur lagt niður í nú- verandi mynd. Bæjar- og sveitarstjórnir móti af- stöðu til þessa hið fyrsta.“ Á fundinum var Páll Axelsson kjörinn formað- ur, Kristján Einarsson rit- ari og Jón K. Ólafsson end- urskoðandi. epj. Hér verða aðalstöðvar SSS eftir áramótin S.S.S.: Tekur Rafveitu- húsið á leigu Wf 1* 0T ■■£ [r Jólaumferðin er framundan, sýnið tillitsemi í umferðinni Ljósmynd P.Ket. Á fundi stjórnar SSS 14. nóv. s.l. lagði Eiríkur Alex- andersson fram nýjar tillög- ur að skipulagi á húsnæði Páls Axelssonar að Vatns- nesvegi 14, Keflavík, en eins og áður hefur komið fram stóð til að sambandið flytti skrifstofur sínar þangað. Á fundinum kom frarn að húsaleiga yrði 40 þúsund pr. mánuð. Hús- næðið yrði fullstandsett og leigusamningur yrði til 5 ára. Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflavík, bauð fram húsnæði það sem áður var skrifstofuhúsnæði Raf- veitu Keflavíkur og yrði leigan kr. 30 þúsund á mán- uði. Var samþykkt að fara' vettvangskönnun í það húsnæði að Vesturbraut lOa í Keflavík. Að henni lokinni var samþykkt að taka tilboði Keflavíkur- bæjar að því tilskyldu að húsaleiga verði lækkuð frá því^ sem boðið væri. Á fundi bæjarráðs Kefla- víkur 26. nóv. s.l. var sam- þykkt að leigja SSS skrif- stofuhúsnæði þetta á kr. 20.000 pr. mán. miðað við byggingavísitölu í jan. 1986. epj. Auglýsendur ath.: Jólablaðið kemur út 19. des. Verið því tím- anlega með auglýsingarnar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.