Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 13
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 5. desember 1985 13
Fimmti tapleikur IBK f röð
Haukar sigruðu ÍBK í
úrvalsdeild körfuknatt-
leiksins um helgina með 84
stigum gegn 70.
Haukarnir áttu ekki í
vandræðum með mjög
slappa Keflvíkingana. Fyrri
hálfleikur var nokkuð jafn
framan af og var munurinn
sjaldan meiri en 3-5 stig. En
eftir því sem á leikinn leið
þá sigu Haukarnir meira og
meira fram úr og var staðan
í hálfleik 31-42, Haukum í
vil.
Seinni hálfleikur varfyrir
Haukum eins og köttur og
mús (þeir í hlutverki katt-
arins). Þeir hreinlega rúll-
uðu Keflvíkingum upp með
stórgóðum varnarleik sem
endaði oftar en ekki með
5ví að Keflvíkingar réttu
neim boltann á silfurfati.
Þegar um 4 mín. voru liðn-
ar af seinni hálfleik kom
leikkafli hjá Haukunum
sem mjög líklega gerði út
um leikinn því á örfáum
mínútum breyttu þeir
stöðunni úr 35-46 í 38-62.
Eftir þetta virtust Haukar-
nir slaka á. Keflvíkingar
notfærðu sér afslöppun
Haukanna og löguðu stöð-
una þannig að hún var orð-
in 77-65. Loksins virtist
eitthvert lífsmark með
Keflvíkingum, upp var
komin barátta og áhugi á að
vinna leikinn en þá slógu
Keflvíkingar í gegn með
glæsilegri innáskiptingu.
Baráttan var hreinlega tek-
in út af og gamalt blóð sett
inn á. Leikurinn breyttist
lítið við þessa innáskipt-
ingu og endaði leikurinn
eins og áður sagði 84-70
Haukum í vil. - gjó.
Úrvalsdeild - Valur-UMFN 93:95
Góður sigur Njarðvíkinga
UMFN vann góðan sigur
á Valsmönnum, 95:93, í
spennandi leik, er liðin
áttust við í úrvalsdeildinni í
Seljaskóla sl. sunnudag.
Hreiðar Hreiðarsson
tryggði Njarðvíkingum sig-
ur úr tveimur vítaskotum er
3 sek. voru eftir af leiknum.
Staðan í leikhléi 44:38 fyrir
Val.
Leikurinn var mjög jafn
framan af, þó höfðu Vals-
menn oftast yfirhöndina og
náðu góðum kafla um miðj-
an hálfleikinn. UMFN náði
aðeins að minnka muninn
fyrir leikhlé og staðan í
hálfleik var 44:38 fyrir Val.
Valur byrjaði betur í
seinni hálfleik en þegar líða
tók á hálfleikinn náðu
Njarðvíkingar að saxa á
forskotið og komast yfir á
lokasekúndunum. Loka-
tölur 95:93 fyrir Njarðvík.
Bestir í liði Njarðvíkur
voru þeir Jóhannes og
Valur, en samt fór Valur
seint af stað og skoraði ekki
nema 6 stig í fyrri hálfleik.
Stig UMFN: Valur 34,
Jóhannes 22, ísak 11 og
aðrir minna. - ghj.
ísak átti ágætan leik með UMFN sl. helgi.
... og lestu þessa auglýsingu.
Hjá okkur færðu öll stærstu merkin á einum stað.
FACO • RADÍÓBÚÐIN • HITATCHI •■ SJÓNVARPSBÚÐIN
0FISHER Hljómflutningssam-
stæður, sjónvörp, myndbandstæki, ferða-, út-
varps- og segulbandstæki, vasadiskó.
I ■ I K I Sjónvarpstæki.
0HITACHI Ferðatæki, myndbands-
tæki, sjónvörp, ryksugur.
JVC HiFi Myndbandstæki, monitorar,
ferðatæki, video upptökuvélar, hljómflutnings-
tæki.
»»*Hljómflutningstæki.
ScLnSlLL.
Hljómflutningstæki, vasadiskó.
NORDMENDE
Sjónvarpstæki, vasadiskó,
hljómflutningstæki.
Bang&Olufsen Sjónvörp, hljómflutnings-
tæki.
^jpenlech
Útvarpsvekjaraklukkur
vasadiskó, ferðatæki.
Canon Myndavélar, linsur, video-
upptökuvélar.
PENTAX Myndavélar.
FUJI Filmurog myndbönd.
AATARI
Tölvur.
JBL, NAGAMITCHI, NAD og PROTON frá Hljómtækjaverslun STEINA.
VHSVIDEO
SJÓNVARPSBÚÐIN KEFLAVÍK
Hafnargötu 54-sími 3634