Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 05.12.1985, Qupperneq 16
 16 Fimmtudagur 5. desember 1985 VÍKUR-fréttir i «Z27 an Tw ÍV M Houfytar^^L <s>r 1 y \ / \e_/ £ / 1 5 ^ 1 nr 5 K. 4 ííl i *• Z 1 i i éL V t éL r 9 í S i a- é € 9 u n í L 1 i *■ i J V - e 9 SuJLryoéa. IL r r r r TILKYNNING UM ÁRAMÓTABRENNUR Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramótabrennu á svæði Brunavarna Suðurnesja, ber að sækja um leyfi til Slökkvi- liðs B.S. i Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðarmaður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða fjarlægðar. Umsóknir berist fyrir 20. desember 1985. Lögreglan I Keflavik, Grlndavik, Njarðvfk og Gullbringusýslu Brunavarnir Suðurnesja TILKYNNING KEFLAVÍK - NJARÐVÍK GRINDAVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglu- gerð nr. 16/1978, er hverjum og einum ó- heimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglu- stjóra. Þeir sem hyggja á sölu frarhangreinds varnings, sendi umsóknir sínar til yfirlög- regluþjóns í Keflavík, eigi síðar en 20. des- ember 1985. Að öðrum kosti verða um- sóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík. Lögreglustjórinn í Gullbringusýslu Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Einstefnuakstur verður tekln upp á Hafnargötu I norður frá Vatnsnestorgi að Aðalgötu, frá 6. des. Jólaumferðin Senn líður að jólum og gamla jólaskapið fer að segja til sín enn einu sinni. Allir sem vettlin^i geta valdið fara nú á stja, ýmist fótgangandi eða á ökutækj- um, í leit að jólaglaðning- um fyrir sig og sína. Af þessu leiðir að umferð eykst til muna, sérstaklega í kringum verslanir og hafa lögregluyfirvöld ákveðið að ;era breytingar á gangi um- erðarinnar í aðal verslunar- kjarna Keflavíkurbæjar. (Sjá meðfylgjandi teikn- ingu). Föstudaginn 6. desember n.k. verðureinstefnuakstur tekinn upp á Hafnargötu í norður frá Vatnsnestorgi að Aðalgötu. Hugmyndin með þessari breytingu er sú að reyna að fjölga bifreiða- stæðum við Hafnargötu, en til þess að það beri tilætl- aðan árangur verða menn að athuga að nota rétt pað aukna rými sem gefst í bif- reiðastæði. Það gera þeir best með því að leggja fram- endum bifreiða sinna að gangstéttarbrún (sjá teikn- ingu). Bifreiðastæðin verða svotil eingöngu hægra megin á götunni nema þar sem útskot hafa verið tekin úr gangstéttunum vinstra megin, en þar leggja menn á sama hátt og þeir eru vanir. Sandgerðingar - Miðnesingar Frá og með 1. desember verður að greiða alla orkureikninga frá Rafveitu Miðneshrepps á skrif- stofu Miðneshrepps, Tjarnarhötu 4 í Sandgerði. ATH: Frá 1. desember er ekki hægt að greiða orku- reikninga sem Rafveita Miðneshrepps hefur sent út, í bönkum, sparisjóðum eða pósthús- um. Sveitarstjóri Miðneshrepps Brýnt er fyrir ökumönn- um að leggja ekki vinstra mej»in við gangstéttar- brun, enda eru uppi merki sem banna slíkt. Ef allir eru nú samtaka um að leggja bílum sínum á þenn- an hátt sem lýst hefur verið, ætti bifreiðastæðum að fjölga verulega og jafnframt ætti þessi breyting að auka öryggi gangandi vegfarenda þar sem þarna verður aðeins ein akrein sem fara þarf yfir. Þessi fjölgun á bif- reiðastæðum ætti að draga úr hvimleiðum hringakstri ökumanna sem hafa verið að leita að bifreiðastæðum. En þrátt fyrirþessafjölg- un á bifreiðastæðum þá eru menn hvattir til að nota tvo jafnfljóta í auknum mæli þegar þeir eiga erindi í mið- bæjarkjarna Keflavíkur. Leggja þá bifreiðum sínum í mjög góð bifreiðastæði sem eru t.d. framan við Félagsbíó og norðan við skrúðgarðinn gegnt ný- byggingu Sparisjóðsins. Lögreglan vill beina eindregnum tilmælum til atvinnurekenda sem eru með rekstur sinn við Hafn- argötu, að brýna harðlega fyrir starfsfólki sínu að leggja ekki bifreiðum sínum í bifreiðastæðin við götuna. K.H. Leifar bryggjunnar fjarlægðar Hinar hættulegu leifar af gömlu olíubryggjunni í Keflavík hafa nú verið teknar á land og verða væntanlega fjarlægðar alveg á næst- unni. Að undanförnu hefur eina notkunin á bryggjunni verið í formi leiksvæðis fyrir börn, og sjá allir í huga sér að það er hættulegt leik- svæði. Er því ekki að efa að foreldrar barna í nágrenninu geta nú andað léttar af þessum sökum. - epj. Til styrktar Þroskahjálp Þessi 4 ungmenni héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Þroska- hjálp á Suðurnesjum og varð ágóðinn kr. 365. Þau heita f.v.: Arnar Már Frímannsson, Karen Guðfinna Guðmundsdóttir, Magnea Frí- mannsdóttir og Signý Harðardóttir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.