Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 11

Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 11
11 tillögunnar eru hvorki fleiri né færri en fjórtán konur, þ.e.a.s. allar þingkonumar nema Jóhanna Siguröardóttir ráöherra. Kristín Einarsdóttir er í fararbroddi þessarar kvennafylkingar, og meö tilliti til kjörs íþróttamanns ársins, sem er Ragnheiöur Runólfsdóttir sundkona, er gaman aö vitna til eftirfarandi oröa í greinargerö með tillögunni: .Sundíþróttin er ein þeirra íþrótta, þar sem jafnræöi er í uppbyggingu milli stúlkna og drengja. Þau fá aö byrja æfingar á sama aldrl, og umfjöllun í fjölmiðlum er ekki mismunandi eftir kynjum, þótt ekki fari mikiö fyrir henni. Sami þjálfari er fyrir bæöi kyn, og þegar fariö er í keppnisferðir er ekki spurt um kynferöi, þegar ákveöiö er hverjir skuli taka þátt í feröinni. Af þeim sem iöka sund sem keppnisgrein em 72% konur." Qreinargeröinni lýkur svo með þessum oröum: .íþróttahreyfingin starfar eftir hugsjóninni heilbrigö sál i hraustum líkama. Mauösynlegt er aö konur fái sömu tækifæri og karlar innan íþróttahreyflngar- innar til að öðlast heilbrigöa sál í hraustum líkama." Afhám misréttis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur lagt fram tillögu á Alþingi um afnám misréttis gagnvart samkynhneigöu fólki, en meðflytjendur em Össur Skarphéðinsson, Ólafur P. Þóröar- son, Quðrún Helgadóttir og Einar K. Quöfinnsson, þ.e.a.s. þingmenn úr öllum þingflokkum. í grelnargerö meö tillögunni segir svo: .Misrétti vegna kynhneigöar hefur viögengist öldum saman í samfélögum vestrænnar menningar. Þetta á og mjög viö um ísland. Þess gætir í löggjöf meö tvennum hætti, annars vegar meö því aö lagaákvæöi meina beinlínis samkyn- hneigðum rétt sem gagnkynhneigöum er ekki meinaöur og hins vegar meö því að lagaákvæði, sem veita tiltekinn rétt, ná til gagnkynhneigöra en ekki samkynhneigöra." í tillögunni er vísaö tii ályktana Evrópuráös og Noröurlandaráös um afnám misréttis gagnvart samkynhneigöu fólki og lagt til, aö skipuö veröi nefnd til þess aö kanna stööu samkynhneigös fólks á íslandi. Undirrituö minnir svo enn og aftur á, aö hún er til þjónustu reiöubúin, ef lesendur óska frekari upplýsinga um fyrrgreind þingmál eða annað þaö sem þingkonur okkar aöhafast á hinu viröulega Alþingi íslendinga. Kristín Halldórsdóttir.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.