Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 16

Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 16
Kvennalistann. Lýst er eftir lysthafendum í Fréttabréfl, ef timi vinnst til. Framkvæmdaráð situr svo uppi með kvölina að velja úr umsækjendum eöa finna konu til farar, ef engin lýsir sérstökum áhuga. Er sá hópur erindreka Kvennalistans orð- inn býsna stór. Bryndís Pálmadóttir Reykjanesanga fór til dæmis til Berlínar á vegum Kvennalistans á ráöstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, sbr. 1. tbl. Fréttabréfsins á þessu ári. Þá sótti Sigrún Jóhannesdóttir Vesturlandsanga ráð- stefnu um aðgerðir til þess að auka áhrif kvenna á Morður- löndunum. Sú ráðstefna var haldin í Finnlandi í apríl á vegum Evrópudeildar alþjóöasamtaka kvenna, ECIVW, og flutti Sigrún þar erindi um Kvennalistann, sem var tekiö meö fögnuði og leiddi m.a. til þess að formaöur Evrópudeildarinn- ar kom hingað í september og hélt fund meö Kvennalistakon- um. Sigrún sagði frá ferö sinni í 8. tbl. Fréttabréfsins. Auk þess berast jafnt og þétt fyrirspumir utanlands frá og beiönir um upplýsingar um Kvennalistann. Enn ein hliö þessarar fræðslustarfsemi felst svo í heimsóknum útlendinga. Algengt er, að okkur berist bréf frá skipuleggjendum ferða hingað til lands, þar sem Kvennalist- inn er eitt af því, sem viðkomandi hefur áhuga á að kynna sér. Einnig kemur oft erlent fjölmiðlafólk, langoftast konur, og ennfremur fræöikonur, sem iöulega dvelja hér dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman að afla sér efnis um þetta sérstaka fyrirbrigöi, Kvennalistann á íslandi. Upplýsinga- og kynningarstarf hér innanlands er líka umfangsmikið. Kvennalistinn virðist vinsælt ritgeröarefni meöal námsmanna, og mikið er beöiö um kynningar í skólum og þáttöku í fundum og ráöstefnum af öllu mögulegu tagi. Sérstaklega er mikið af slíku, þegar kosningar eru í nánd. Eftir kosningar fór mikill tími í endurskipulagningu starfseminnar með tilliti tii fjárhagsstööunnar, sem eölilega breyttist til hins verra. Nefnd fjárglöggra kvenna var sett í málið, og framkvæmdaráð reyndi svo eftir föngum aö fylgja því starfi eftir. Með miklum aöhaldsaögeröum tókst að fresta dýrum lántökum fram í september, en þá máttu konur axla sín skinn og arka á fund bankasljóra. Kvennalistinn veröur því rekinn á lánum a.m.k. fram í febrúar, þegar von er á árlegum fjárstyrk. Mikils spamaöar hefur verið gætt í öllum efnum, en mest munar um fækkun í starfsliði og lækkun húsnæöis- 16

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.