Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 14

Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 14
væri forsenda velgengni fyrir konur. Ríkisútvarpiö hefur lagalegum óhlutdrægnisskyldum aö gegna sbr. 15. grein útvarpslaga. Þar segir m.a.: .Ríkisútvarpiö skal haida í heiöri lýöræöislegar grundvallarreglur og mannrétt- indi til orös og skoöana. Þaö skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskráigerö." Útvarpsráö hefur einnig skyldum aö gegna og í 20. grein útvarpslaganna segir: .Ráöiö setur reglur, eins og þurfa þykir, til gæslu þess aö fylgt sé ákvæöum 15. gr." Enginn vafl er á því, aö umsjónarmenn þáttarins hafa gerst brotlegir viö lög og fyrri samþykktir Útvarpsráös um jafna stööu kynjanna. Einnig má draga í efa, aö þeir valdi þeirri siöferöilegu ábyrgö, sem á þá er lögö. Undirrituö æskir þess, aö Útvarp>sráð áminni starfsmenn og deildir um aö viröa gildandi lög og fyrri samþykktir Útvarps- ráðs. Þá veröi ennfremur hresst upp á minni viökomandi og þeim send til upprifjunar útvarpslögin, jafnréttislögin og þær samþykktir Útvarpsráös sem fjalla um þessi mál. Kristín A. Ámadóttir." Bókun Útvarpsráös Eftirfarandi bréf barst síöan þingflokknum dagsett 17. janúar 1992: .Þingflokkur Samtaka um Kvennalista b/t önnu Ólafsdóttur Bjömsson, form. Alþingi. Bréf yöar f.h. þingflokks Kvennalistans, dags. 2. janÚEir 1992, var lagt fram á 3116. fundi Útvarpsráös föstudagjnn 10. janúar og vísaö til framkvæmdasijóra Útvarpsins. Á 3117. fundi Útvarpsráös, í dag, var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóöa: .í tilefni af bréfi þingflokks Kvennalistans, dagsettu 2. janúar 1992, sem borist hefur Útvarpsráöi, vill ráöiö taka fram eftirfarandi: Alþingismönnum frá fjómm af fimm þingflokkum var boöið til umræöu um stjómmálaástandið um áramót, meintan .bölmóö' og hugsanleg úrræöi stjómvalda. Útvarpsráö telur eölilegt meö hliösjón af 15. grein útvaipslaga, aö þingmönnum frá öllum þeim flokkum, sem sæti eiga á Alþingi, sé boöiö til slíkrar umræöu." Yöur tilkynnist þetta hér meö. Viröingarfyllst,

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.