Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 15

Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 15
Dóra Ingvadóttir ritari Útvarpsráðs." Þótt orðalagið sé varfæmislegt í þessari bókun Útvarps- ráðs fer ekkert á milli mála, aö það styöur sjónarmið Kvenna- listans í málinu, enda urðu margir fleiri til þess að taka undir gagniýni okkar. Skemmtilegasta innleggið átti Illugi Jökulsson í einum morgunpistia sinna. Honum fannst þeir félagar, Stefán Jón og Sigurður, ósköp vel geta viðurkennt sannleikann, sem væri einfaldlega sá, að þeim strákunum, að honum sjálfum meðtöldum, þætti bara svo gaman að hlusta á hina strakana í sínum sandkassaleik og þar sem Kvennalistinn hefði engan kjaftforan formann, þá væm konumar bara út úr myndinni. Hóg um þetta mál í bili, en þaö verður spennandi að sjá, hvaða ráð menn finna til þess að sniðganga Kvennalistann á gamlársdag 1992! Útvarp Kvennalistinn SÍðan um áramót hafa sljómmálaflokkamir veriö meö dagskrá á Aðalstöðinni kl. 7 - 9 virka daga. Kvennalistakonur hafa verið í loftinu fjómm sinnum og vona, aö fleiri hlusti en vinir og vandamenn þeirra sem sjá um þættina hverju sinni! Grasrótin sér um þættina í bland við reyndar útvarpskonur eins og Helgu Thorbeig og Sigrúnu Sigurðardóttur. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri, þá er þetta tækifærið! Blessaöar sláið þið til, þetta er þrælskemmtilegt, þegar maöur kemst yfir mesta stressið. Hringiö á Laugaveg milli þrjú og sex, síminn er 13725. Drífa. Nýbreytni í Hlaðvarpa Hlaðvarpinn hefur tekiö upp þá nýbreytni að halda skemmtilega hluthafafundi af og til á útmánuöum. Þegar hefur einn slíkur verið haldinn og tókst aö sögn mjög vel, konur sungu og trölluöu fram eftir öllu kvöldi. Þú þarft reyndar ekki að vera hluthafi til aö fá inngöngu, aöeins vera til í aö skemmta þér og öömm. Hæsti hluthafafundur veröur föstudaginn 13. mars - þvílík tímasetning! - og hefst kl. 20.30. 15

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.