Fréttabréf - 01.03.1992, Blaðsíða 11

Fréttabréf - 01.03.1992, Blaðsíða 11
LoKs spyr Quörún félagsmálaiáöherra, hvaöa vanda- mál hafi sprottlö upp vegna innflytjenda, hvemig brugöist hafi veriö viö peim og hvemig ráöherra gæti þess aö atvinnu- réttindi og félagsleg réttindi þessa fólks séu ekki fyrir borö borin. Kristín Einarsdóttir spyr menntamálaráöherra, hvaöa breytingar hafi oröiö á vikulegum kennslutíma á hvem nem- anda í hverjum áigangi í gmnnskóla frá árinu 1960 og fram á yfirstandandi skólaár, hve mikiö kennslutími veröi skertur í hverjum árgangi skólaáriö 1992 - 93 og hversu mikla lækkun fjárveitinga sú skeröing hafi í för meö sér á haustönn. Kristín er einnig meö aöra fyrirspum til menntamála- ráöherra svohljóöandi: 1. Hvert er hlutfaliiö milli framhalds- skólakennara og leiöbeinenda í fræösluumdæmum landsins miöaö viö fullt stööugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar? 2. Hve margir leiöbeinendur á framhaldsskólastigi starfa viö stundakennslu? Ingibjörg Sólrún spyr forsætisiáöherra um samskipti ráöherra og sendimanna erlendra rílya á íslandi og vitnar þar til viötals viö sendiherra BandaríHjanna í Moigunblaöinu 9. janúar, þar sem hann upplýsti, aö íslenskir stjómmálamenn heföu dvalist í boöi hans á heimili hans og í skíöaskála. Ingibjöig Sólrún beinir einnig þeirri fyrirspum tll utanríkisráöherra, hvaöa gildandi alþjóöasamningar eöa sáttmálar hafi veriö undirritaöir af íslands hálfu, hverjir hafi hlotiö staöfestingu Alþingis og hverjir hafi veriö þýddir á íslensku og / eöa veriö gefnir út þannig aö þeir séu aögengi- legir almenningi. Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir spyr menntamálaráö- herra, hvaö líöi framkvæmd þess aö koma á kennaranámi meö fjarkennslusniöi viö Kennaraháskóla íslands. Pá beinir Jóna Valgeröur eftlrfarandi fyrírspum til heilbrigöisráöherra: 1. Hversu möig stðöugildi em í heilbrigö- isþjónustu á Vestfjöröum og hversu möig vom ómönnuö 1. janúar sl.? 2. Veröur þeim heilbrigöisstofnunum þar sem stööur vom ekki fullmannaöar á síöasta ári gert aö draga úr launakostnaöi á þessu ári í samræmi viö áform um flatan niöurskurö á launaliö fjárlaga? Aöeins fáeinum þessara fyrírspuma hefur enn veriö svaraö, en svörin koma væntanlega á næstu dögum, og enn sem fyrr hvetjum viö konur til aö kalla eftir upplýsingum um þau mál, sem standa hug þeirra næst. KH.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.