Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 3
nútíð og framtíð, samstarf við baltnesku löndin, ríorðurlönd og þriöji heimurinn, innflyyendahatur og töluvert var rætt um hvemig grelöa má fyrir ungu fólki t.d. í sambandi við atvinnu-, ferða- og skólamál. Við íslendingamir reyndum að dreifa okkur sem jafnast á milli nefnda og ég fór í hópinn sem fjallaöi um þriöja heiminn. Þar var mikið rætt um þróunaraöstoö og fannst mér leitt að verða að leiðrétta þann misskilning aö íslendingar greiddu 1% þjóðartekna í þróunaraöstoð. Umræöur vom fjömgar og ég er nokkuð sátt við lokaniðurstöðu hópsins. Magadans, búksláttur og glóöarauga Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður og finnski undirbún- ingshópurinn lagði mikla áherslu á menningarþáttinn. Finnsk maga- dansmær sýndi listir sínar í óratíma en svo kom hvert land meö atriði. Viö sýndum að sjálfsögöu hinn þjóölega en framsækna búkslátt við mikinn fögnuð viöstaddra. Á eftir var stiginn dans og gleöi mín var mikil þegar ég geröi mér grein fyrir aö innan íslensku sendinefndarinnar leyndist frábær samkvæmisdansari. Ég gat þvi stundaö aðra af tveimur uppáhaldsíþróttum mínum í feröinni. Því miöur varð fulltrúi íslenskra krata fyrir því óhappi aö slasast illa á augabrún. Þar lýsing var slæm í salnum vissi enginn almennilega hvað geröist en ýmsar kenningar eru á lofti um tildrög slyssins. SveiflaOi kratanum yfir öxlina Ein kenningin er sú að hann hafi dansað á dyrastaf, önnur að hann hafl ekki gripið dansdömu sína nógu vel og þau því misst jafnvægið, en sú þriöja aö hann hafl veriö aö reyna .trix' nýsjá- lenska forsætisráöherrans sem strauk niöur eftir baki Bretadrottn- ingar til aö kanna hvort hún væri í brjóstahaldara. Ungkratinn var svo óheppinn aö lenda á Kvennalistakonu sem var nýkomin af sjálfsvamamámskeiöi og sveiflaöi honum yfír öxlina þannig að hann lenti á dyrastaf. Hann bar sig mjög vel og skartaöi fögru glóðarauga alla vikuna en mun því miður bera ör æviiangt. Hirst í herfangelsi Á sunnudag héldum við inn í Helsinki. Siv og Jóhann Pétur bjuggu á stórglæsilegu hóteli í miöbænum en viö hin máttum hírast í gömlu herfangelsi lengst í burtu. Um kvöldiö var gala-kvöldveröur meö söng og hljóöfæraslætti. Veislan var á annarri hæö í ævagömlu húsi og norræna samvinnan brást ekki þegar þurfti aö bera Jóhann Pétur og hjólastólinn sem er rúm 100 kíló upp allar tröppumar. Siv flutti bráöskemmtilegt minni norrænna karla og síöar um kvöldið 3

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.