Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 7
Þá spyr Quðný um störf nefndar sem endurskoðar lög um grunnskóla og framhaldsskóla, hvaö hafi ráöiö vali nefndarmanna, hvaða ákvseði eigi að endurskoða og út frá hvaða markmiði. Enn leitar Quðný svars menntamálaráöherra við því, hvemig niðurskurði verði hagað í grunnskólum og framhaldsskólum á næsta skólaári, svo og hvenær ætla megi að ákvæði um einsetinn gmnn- skóla komi til framkvæmda. Einnig spyr hún ýmissa spuminga um málefni leikskólans. Loks spyr Quðný fjármálaráöherra um áætlanir í ríkisfjármál- um fram í tímann og minnir á ákvæði laga frá 1985 um þau efni. Umhverfisfræðsla og óbyggðaferðir Kristín Einarsdóttir spyr umhverfisráðherra hvað líði undirbún- ingi fmmvarps um tilhögun stjómsýslu á hálendi íslands. Einnig spyr hún sama ráðherra um umhverfisfræöslu meö tilvísun til samþykktar Alþingis frá 1988. Þá minnir Kristín dómsmálaráðherra á ályktanir Alþingis um akstur utan vega og öryggi í óbyggðaferðum og spyr hvað líöi fram- kvæmd þessara ályktana. Húshitunarkostnaður Jóna Valgerður spyr iönaðarráðherra um niöurgreiöslur á húshitunarkostnaði og hvemig orkufyrirtækin verði látin taka þátt í því dæmi. Vaxtabótakerfi, kristnitökuafmæli o.fl. Kristín Ástgeirsdóttir spyr félagsmálaráðherra hvaða breytinga sé að vænta á vaxtabótakerfinu og hvenær. Hún spyr einnig sama ráðherra hvaö líði áformum rikisstjómarinnar um húsaleigubætur. Kristín spyr umhverfisráðherra um losun austur-þýskra skipa á eiturefnum í norðanvert Atlantshaf. Sama ráöherra spyr hún um ráðstafanir til að bregðast við umhverfisslysum viö strendur landsins. Þá spyr Kristín fjármáiaráðherra ýmissa spuminga varðandi „svarta atvinnustarfsemi", og heilbrigðisráðherra spyr hún um fræðslu fyrir almenning um kynferöismál og minnir á samþykkt Alþingis um það efni frá 1987. Kirkjumálaráðherra fær fyrirspumir frá Kristínu um undirbún- ing fyrir þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi, og loks beinir hún til forsætisráðherra ýmsum spumingum um embætti húsameistara ríkisins svo og fyrirspum um eftirlit meö ástandi opinberra bygginga og áætlanagerð um viðhald þeirra. 7

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.