Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 9

Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 9
Jómfrúræða Ragnhildar Jómfrúræða á Alþingi er alltaf nokKur viðburður, og flestir leggja talsvert upp úr undirbúningi, velja sér málefni, semja ræðuna af kostgæfni, æfa sig jafnvel fyrir framan spegil og bíða þessarar mikilvægu stundar meö eftirvæntingu, hjartslætti og svitaköstum. Ein ágæt Kvennalistakona fór hins vegar öðru vísi aö. Ragnhildur Eggertsdóttir situr þessa daga á Alþingi í stað önnu, sem sækir fund Alþjóða þingmannasambandsins í Kamerún. Ragnhildur hlustaöi af tilhlýöilegri andagt á misvitur- legar rseður háttvirtra þingmanna fyrstu tvo dagana, en á þriðja degi þeyttist hún upp í ræðustól Alþingis öllum að óvörum, að henni sjálfri meðtalinni. Ingibjörg Sólrún var meö fyrirspum til umhverfisráðherra um sannleiksgildi frétta þess efnis, að litið væri á vegalaus böm í Rio de Janeiro sem umhverfisvandamál, sem yröi aö uppræta, og hvort e.t.v. væri ástæöa til aö endur- skoða þátttöku íslendinga í umhverfisráöstefnu Sameinuöu þjóöanna þar í borg nú í vor. hegar Eiður Quðnason hafði svaraö fyrirspuminni gat landsfræg friöaramma ekki Iengur á sér setið, fór í ræöustól Alþingis í fyrsta sinn og flutti stystu jómfrúræðu Kvennalistakonu til þessa: .Virðulegi forseti. Hæstvirtur umhverfisráðherra hefur staðfest hér alveg hræðilegar upplýsingar sem viö höfum fengið gegnum fréttir og, að því er mér skilst, eiga ekki að koma mjög á óvart. Ég hef þá tilfinningu að með því að íslend- ingar taki þátt í þessari ráðstefnu, hversu áríðandi sem hún er, séum við að samþykkja þetta sem er aö gerast þama. Ég get ekki séö af hverju ekki á alla vega aö koma fram opinberlega yfirlýsing af hálfu íslands um þaö aö við samþykkjum þetta ekki, að við getum ekki tekiö þátt í ráöstefnu í landi þar sem er verið að hreinsa til meö því aö myrða böm'. 9

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.