Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 11

Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 11
alla þessa vinnu á blað sem leggja átti til grundvallar sameiginlegrar yfirlýsingar ráöstefnuþátttakenda. Mikið var rætt um nauðsyn þess að til væri upplýsingabanki um allar kvennahreyfingar sem til væru á riorðurlöndum og tók einn af norsku þátttakendunum það aö sér. Stofnaöur var vinnuhópur um EB, en meirihluti þátttakenda var á móti aöild rioröurlanda aö banda- laginu. Nordisk Forum i Turku 1994 var augsýnilega stóra tilhlökkun- arefnið, en sjálfri finnst mér sem þaö sé að ýta vandamálunum á undan sér að bíða eftir kraftaverkum þar. Konumar á ráöstefnunni fóm varlega í gagniýnina og ekkert kom þar upp sem gat fengið augabiýr til að lyfta sér. Þaö er líka munur á þeim raunveruleika sem er okkar hvunndagur hér, nefnilega aö lifa af, þrauka. Hiö sama má segja um hinar konumar sem búa á öömm útköntum,- Færeyjum og Horöur-Horegi t.d. Viö ræddum um ráöstefnu fyrir eyjakonur, því þær ættu sameiginleg vandamál sem hinar ættu ekki. Ráöstefnan á Egilsstööum í sumar fyrir færeyskar, grænlenskar og íslenskar konur er af þeim toga. Minn vinnuhópur lagði fram nokkur ný boöorö sem eiginlega em antiboöorö: Þú skalt ekki sýna vegabréf þitt á Noröurlöndunum þegar þess er krafist. (Útlendingaeftirlitið í Svíþjóð biður alla nú orðið um vegabréf, líka Svía, og ég lenti sjálf í rimmu þegar ég neitaði aö sýna mitt.) Þú skalt ekki kaupa árstíöabundna framleiöslu á röngum árstíma. (Boröaðu ekki jarðarber ájólunum.) Þú skalt sækja um pólitískt hæli í ööm landi sem ekki er í EB ef heimaland þitt gerist aöili. Þú skalt ekki taka viö óþarfa umbúöum í verslunum. (Sumum vömm er fyrst pakkað í plast, síðan í pappír og síöast í pappa.) Þú skalt ekki láta þig hafa þaö aö vera inni viö á kvöldin og nóttunni vegna hræöslu viö kynferðisafbrotamenn, (ef þig langar út á annaö borö). Láttu aldrei tmfia þig. Eftir á aö hyggja var meira gaman en gagnlegt að taka þátt í ráðstefnunni. Á sjálfri ráðstefnunni var allt vel skipulagt, en nú hafa tveir mánuðir liðið og endanleg niðurstaöa hefur ekki borist enn. í framhjáhlaupi finnst mér líka merkilegur munur á því hvem- ig er tekiö á móti langvega gestum. Við endasendumst suöur á völl eftir útlendingunum okkar og bemm þá á höndum okkar, en eins og ein vinkona mín sagöi um daginn, en hún var beöin um að halda nokkur erindi í Kaupmannahöfn: Væri kona ekki framtatósöm og vön aö bjarga sér sjálf, þá sæti kona enn á Kastrup. Og sjálf væri ég líklega enn á Arlanda. Guörún GísladótUr. 11

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.