Fréttabréf - 01.05.1992, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.05.1992, Blaðsíða 4
Af jöfnun jafnréttis, "tengdamóðursyndrómi" og annarri óáran Félagsmálaráðherra skipaði fyrir allnokkru nefnd til þess að vinna úttekt á stöðu karla í breyttu samfélagi með jafnari verkaskiptingu og fjölskylduábyrgð. riefndin átti að skila skýrslu eigi síöar en 1. maí sl. ásamt tillögum, sem gætu orðið grundvöllur aðgerða. Eitthvað hefur starfið vafist fyrir nefnd- inni, því engar niöurstööur hafa litið dagsins ljós. Kannski opinberast einhver sannleikur á ráðstefnu, sem nefndin efnir til nú í mánuðinum. Einn nefndarmanna, Guömundur Ólafsson hagfræðing- ur, kom í morgunspjall á Bylgjuna um það leyti sem nefndin var í startholunum, og urðu nú sumar langleitar, þegar hann opnaði sinn viskupoka í beinni útsendingu. „Ja, við höfum skilgreint okkar hlutverk þannig að það sé nú allnokkuö búið aö jafna jafnrétti út frá sjónarhóli kvenna, og viö skilgreinum hlutverk okkar þannig að það eigi aö fjalla um þetta út frá sjónarhóli karla", sagði hagfræðingurinn snemma í spjallinu, og veröur nú spennandi aö komast að því, hvemig nefndinni hefur gengið aö jafna jafnréttiö fyrir blessaöa karlana. Kvennalistinn fær sinn skerf hjá nefndarmanninum. Guðmundur lýsir því, hvemig íslendingum hafi hlotnast sá happdrættisvinningur í efnahagsmálum, að konur fóru að vinna meira úti, en þá fóru þær líka að gera kröfu til þess að karlar tæKju fullan þátt í heimilisstörfum. „Og síöan þróuöust þessi jafnréttismál þannig, aö a.m.k. hluti kvenna ákvaö aö gera þennan þátt að pólitísku máli." Og áfram lýsir hagfræöingurinn þeirrl óheillaþróun, aö Kvennalistinn hafl teklö upp „...stétta- 4

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.