Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 1

Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 1
Ai. /CrisCt ffif6tértdéttt> (t<f. /Crettn/ttttm, llMf&tfiff Simi: 9f-t3725, fa: 9f-27560 Vel heppnað vorþing „Fjðrðurinn er fullur af konum", sagði Salóme B. Quð- mundsdóttir, þegar hún ávarpaöi Kvennalistablómann i upphafi vorþingsins á Seyöisfiröi síðustu heigina i mai. Það vildl nefnilega svo til, að Samband austfirskra kvenna fundaði líka á Seyðisfirði laugardaginn 30. maí, og áður en þær hurfu til sinna heima komum við saman og sungum svo undir tók í Bjólfinum. Það var mjög sérstakt og skemmtilegt eins og reyndar allt annað þessa helgi. Birki, brennivín og konfekt Móttökur austankvenna voru aldeilis frábærar. Flestar fundarkonur komu fljúgandi til Egilsstaða á fðstudagskvðld og voru umsvifalaust fluttar út í móa í landi Ekkjufells og látnar gróöursetja birki- og asparhríslur til að skilja nú eitthvað varanlegt eftir sig. Vinnuharkan var þó í algjöru lágmarki, vinnulaunin voru ískalt brennivin og konfekt, og svo var sungin heil sðngbók spjaldannaá milli viö undirleikágítarogdragspil. Viö svo búiö var ekið yfir Fjarðarheiði undir leiösögn Ingibjargar Hallgríms, sem kunni að segja margar svaöilfarir af sjálfri sér á þessari heiði. Þótti sú merkust og bera gáfnafari hennar gleggst vitni, þegar hún komstyfir snjóskafl meö því aö leggja náttkjólinn sinn fyrir hjólin, en mundi ekkert eftir öllum mottunum í bílnum!

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.