Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 4
Um atvinnumál á Akureyri ,A5 taka málin í eigin hendur' er yfirskrift ráðstefnu um atvinnusköpun kvenna sem verður í Alþýðuhúsinu á Akureyri dagana 19. og 20. júní nk. Að ráðstefnunni stendur áhugahópur kvenna á Morðurlandi eystra með stuðningi og þátttöku Jafnréttisnefndar Akureyrar, atvinnumálanefnda, Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, Byggöa- stofnunar, Atvinnuþróunarféiags Þingeyinga o.fl. Markmið ráðstefn- unnar er annars vegar að mynda tengsl milli kvenna í atvlnnusköpun, og hins vegar er henni ætlað að vera vettvangur fyrir þá miklu vakn- lngu í þessum efnum, sem er nú meðal kvenna um ailt land, til þess að vinna gegn þróun í átt til atvinnuleysis og tæmingu byggðanna. Þetta er raunar þriðja ráðstefnan af þessu tagi, sú fyrsta var á ísaflrði í október 1991 og önnur á Blönduósi í mars sl. Aðaierindi ráðstefnunnar flytja þær Ingibjörg Sólrún Qísladótt- ir, Stefanía Traustadóttir og Lynn Ludlam, en auk þess verða mörg stutt erindi og hópavinna af ýmsu tagi, og að lokum verða pali- borðsumræður og almennar umræður, þar sem reifuð verður framtíð- arsýn um stöðu kyrya, atvinnusköpun og áhrif kvenna. Markaðstorg verður á ráðstefnunni, þar sem þátttakendur kynna vörur sínar og annað, sem þær eru að sýsla, og að kvöldi 19. júní verður farið í Kvennalund, plantað, etið, drukkið og slegið á létta strengi. Mánari uppiýsingar og skráning hjá Quðrúnu og Elínu i s. 96- 21210 eða 26200 eða 11214 og þjá Signýju í s. 96-42070. Vinnufundir um EES Samnlngurinn um evrópska efnahagssvæðið á eftir að taka tíma margra næstu vikur og mánuði. Nú verður ekkert undan viklst, glfman á Alþlngi hefst um miðjan ágúst, og þangað til þarf að nota tímann vel. Kvcnnalistakonur ætla að hittast að jafnaði vikulega til aðráða ráðum sfnum og styðja við baklð á þingkonunum f þeirra erfiða starfl. Leitið nánari upplýsinga hjá starfskonúm. 4

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.