Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 5
Mý tegund forystu í Dublin Alþjóöleg kvennaráBstefna verður haldin í Dublin, írlandi 9. - 12. júlí nk. Verndarar hennar verða Mary Robinson forseti írlands og Vigdís Finnbogadóttir forseti. »New Visions of Leadership' er yflrskrift ráðstefnunnar, sem mun einkum fjalla um hlutverk kvenna við stefnumótun í breyttum heimi. Dagskráin erfjölþættogspennandi, og áhersla verður lögð á mikilvægi konunnar við sköpun nýrrar tegundar af forystu. Hugmyndin að þessari ráðstefnu kviknaði upphaflega, þegar bandaríska kvennabaráttukonan Betty Friedan kom hingað til lands fyrír tveimur árum. Ætlunin var að halda hana hér, og tóku Kvenna- listakonur virkan þátt í undirbúning! hennar. Bandarískar konur tóku að sér fjármögnun verksins, en vegna óvissu með þann þátt var hætt við ráðstefnuna hér á landi. Hugmyndin lifði þó góðu lífi, og nú verður hún sem sagt að veruleika á írlandi í sumar. Reiknað er með um 400 þátttakendum, þ. á m. nokkrum frá íslandi. Quðrún Agnarsdóttir, sem einmitt vann að undirbúningi ráðstefnunnar, mun flytja eríndl um Kvennalistann og þann óvenjulega árangur kvennasamtaka að fá fulltrúa Hjörna á þjóðþing. Þær sem hafa áhuga á að sæiya þessa ráðstefnu ættu að bregða siyótt við og leita nánarí upplýsinga hjá Áslaugu Bryr\jólfsdótturfræðslustjóra. Kvennaþing á Egilsstöðum Vestnorrænt kvennaþing verður haldið á Egilsstöðum 20. - 23. ágúst nk. Atvinnumál koma þar mikið við sögu, en hver þingdagur hefur sína yfirskrift. Fyrsta daginn verður fjallað um vinnumarkaðinn og menntun, annan daginn um hafið og umhverfismál, hinn þriðja um möguleika kvenna til áhrifa. Undir síðastnefnda liðnum er m.a. gert ráð fyrir kynningu á Kvennalistanum. Auk fastmótaðrar dagskrár verður ýmislegt á boðstólum. Þar verða m.a. kynningarbásar, þar sem konur í félögum og félagasamtök- um kynna starfsemi sína, og einnig verða í boði fyrirlestrar um hvað- eina, sem konur vilja kynna þama. Áformað er að vera með sölukynn- ingu á heimilisiðnaði og fleiru, sem konur eru að vinna að, og fjöl- breytt menningardagskrá verður á kvöldin. Ráðstefnukonur fá næg tækifærí til likamsræktar, færeyskur dans verður stiginn um allan bæ, og ætlunin er að slá upp grillveisiu í Atlavík. Þá verður hlaðin varða úr steinum frá löndunum þremur, sem verður varanlegt minnismerki um þetta kvennaþing. Stefnt er að þátttöku 300 kvenna, 50 frá Qrænlandl, 100 frá Færeyjum og 150 íslenskum konum. Framkvæmdastjórí kvennaþings- ins er Quðrún Ágústsdóttir, og hefur hún aðsetur hjá Jafnréttisráði. 5

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.