Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 7
ast sjúkradeildir, heilsugæslustöö staöarins og elliheimiliö auk þess sem spítalinn tengist íbúöum aldraöra. Fjóröungssjúkrahúsið í Meskaupsstaö þjónar öllu Austurlandi, en þar eins og annars staöar er glímt viö niöur- skurö, skort á hjúkrunarfræöingum og minni sérteKjur en gert haföi veriö ráö fyrir. Deildum veröur ekki lokaö í sumar enda er spítalinn sá eini á stóru svæöi. Pá lá leiöin yflr í Verkmenntaskóla Austurlands, þar sem viö hittum fyrir skólameistarann Albert Einarsson. Á þeim bæ er margt um nýjar hugmyndir t.d. hefur veriö rekinn farskóli, skóllnn hefur fariö fram á aö fá aö prófa nýtt fyrir- komulag iönmenntunar og hugmyndir eru uppi um starfs- menntun í atvinnulífinu í samráöi viö ýmsa aöila. Pá hefur skólinn fengiö nýja heimavist sem ráögert er aö gera aö eins konar sumarbúöum fyrir námskeiöahald og annaö sem kann aö freista á hinum fögru Austfjöröum. Aö lokum heimsóttum viö Anna frystihúsiö rétt undir lok vinnudags þar sem ufsi var snyrtur og pakkaöur í óöa önn. Yfirverkstjórinn Ásdís Pálsdóttir sagöi aö vinna heföi veriö stööug í allan vetur og þakkaöi þaö fjölbreyttri vinnslu. í frystihúsinu vinna allmargir útlendingar en nú ber svo viö aö illa gengur aö endumýja atvinnuleyfín fyrir þá vegna vaxandi atvinnuleysis í landinu. Þaö er hins vegar reynsla þeirra fyrir austan aö þótt staöbundiö atvinnuleysi sé á landinu, kemur fólk ekkl austur, fer jafnvel ekki á milli fjaröa. Þyrmir yfir þingkonur Síöla dags ókum viö aftur til Egilsstaöa á lúsarhraöa, því Anna varö hreinlega aö liggja fram á stýriö og rýna í þokuna til aö sjá veginn. Á leiðinni bárust okkur þær fréttir úr útvarpinu aö útlit væri fyrir gífurlega aflaskeröingu á næsta ári og veröur ekki annaö sagt en aö þyrmt hafi yfir okkur ný- komnar úr plássi sem á afar mikiö undir sjávarútvegi. Mæsta dag lá leiöin til Reyöarfjaröar. Veðrið var oröiö mun betra og nú sáum viö tlgnarleg fjöllin og vatnsagann niöur allar hlíöar í vorleysingunum. Á Reyöarfiröi heilsuöum viö fyrst upp á Quörúnu Jónsdóttur Kvennalistakonu á fræösluskrifstofunni, en héldum síöan á hreppsskrifstofuna þar sem nokkrir heimamenn biöu okkar, þar á meöal hrepps- nefndarmenn, heilbrigöisfulltrúinn og skólastjóri staöarins. Hreppsskrifstofan er til húsa í öömm enda leikskólans og var okkur Ijáö aö þama væri mætt eldri deild leikskólans. Þaö

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.