Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 11

Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 11
þeirra og því er mikilvægt fyrir foreldra og böm, aö kostur sé á vandaöri ráögjöf áöur en slík ákvöröun er tekin. Því miöur er slik ráögjöf ekki í boöi enn hér á landi nema í mjög takmörkuö- um mæli. Helst hefur veriö bent á félagsmálastofnanir og fjölskylduráögjöf kirkjunnar í því sambandi, svo og presta um iand allt. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er nýstofnuö og annar ekki eftirspum. Ekki er víst aö allir prestar séu reiöubúnir til aö taka viö því vandasama hlutverki sem slík ráögjöf er. Og ekki má gleyma því aö hér á landi ríkir trúfrelsi þannig aö margir munu ekki kæra sig um aö nýta þá þjónustu. Félagsmáiastofn- anir eru aöeins starfræktar í stærstu sveitarfélögunum. Þær þarf aö efla mjög ef þær eiga aö geta sinnt því viöbótarhlut- verki sem lagt er á þær meö þessu frumvarpi. Þá er þeirri spumingu ósvaraö hvert vísa á fólki í smærri sveitarfélögum sem ekki kærir sig um aö leita til presta um ráögjöf vegna forsjármála. Flestir umsagnaraöilar fmmvarpsins mæla meö sameig- inlegri forsjá. Nánast allir benda þó á, að nauösynlegt sé aö koma á fjölskylduráögjöf samhliöa því aö þessi nýbreytni veröi tekin upp. Ætla má því aö ýmsir þeirra sem styðja sameiginlega forsjá séu því sammála aö ótímabært sé aö stíga þetta skref nú. í umsögn Bamaheilla segir m.a. aö samtökin leggi ....þunga áherslu á aö samhliöa nýjum lögum veröi geröar ráöstafanir til aö efla fjöiskylduráögjöf hér á landi." í umsögn fulltrúaráös Foreldrasamtakanna segir m.a.: .Skortur á fjölskylduráögjöf er alvarleg brotalöm í kerfinu sem þarfnast úrlausnar hiö fyrsta." í umsögn Félagsmálastofnunar ReyHjavíkur segir m.a. svo um sameiginlega forsjá: „Ýmislegt í rökum meö þessum breytingum höföar frekar til hagsmuna foreldra en bama. Samræming viö norræna löggjöf telst tæpast haldbær rök þar sem ekki er um hliðstæða þjónustu aö ræöa hér og á þaö fyrst og fremst viö um sára vöntun á fjölskylduráögjöf hér á landi." í umsögn Dómarafélags íslands segir m.a. um 33. gr. frumvarpsins: „Stjómin vill ekki mæla gegn nýskipan um sameiginlega forsjá foreldra viö skilnaö og sambúöarslit. Hún óttast hins vegar aö sú skipan sé aöeins frestun á erflðri á- kvöröun og muni skapa fieiri vandamál síöar en hún leysir." Fleiri umsagnaraðilar lýsa efasemdum um framkvæmd sameiginlegrar forsjár þótt þær styöji þá meginhugsun sem í henni felst.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.