Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 13

Fréttabréf - 01.06.1992, Blaðsíða 13
Á þingflokksfundi 26. maí var samþykkt eftirfarandi: .Þingflokkur Kvennalistans mótmælir harölega fram- komnum tillögum melri hluta stjómar Lánasjóös íslenskra námsmanna aö nýjum úthlutunarreglum. Á síöustu dögum þings voru knúin í gegn ný lög um Lánasjóö íslenskra náms- manna, sem fela í sér mun haröari greiösluskilmála en áöur tíökuöust, auk þess sem námsmenn fá engin lán sér til fram- færsiu fyrr en á næsta ári hvemig sem á stendur. Maigt bendir til þess aö nýsett lög muni valda því aö hópur námsmanna, einkum konur, munu veröa aö hverfa frá námi, og fjölda nem- enda er beint út á almennan lánamarkaö þar sem þeir veröa komnir upp á náö og miskunn bankakerflsins. Wú boöar meiri hluti stjómar LÍN nýja árás á kjör námsmanna, sem beinast einkum aö bamafólki. Lánin sjálf veröa skert, og skal þaö m.a. bitna á framfærslu bama, skólagjöldum og bókakaupum. Lánasjóöur íslenskra námsmanna hefur um árabil veriö eitt mesta jöfnunartæki samfélags okkar og hefur gert þúsund- um kvenna og karla kleift aö afla sér menntunar, samfélaginu öllu til góös. nú skal blaöinu snúiö viö. Qreinilega er ætlunin aö fækka námsmönnum til muna, gera betur viö þá sem mest hafa efnin og koma í veg fyrir aö fólk, sem er meö böm á framfæri, stundi skólanám. Þessi stefna gengur þvert á þau markmið um jafnrétti til náms sem stefnt hefur veriö aö um árabil og er vægast sagt undarleg hagspeki þegar atvlnnuleysi fer vaxandi og atvinnulífiö hrópar á menntun, rannsóknir og hugvit. Hvar á þaö fólk aö starfa sem veröur aö hverfa frá námi? Er betra fyrir þjóöfélagiö aö greiöa atvinnuleysisbætur en aö fjárfesta í menntun? Meö þeim breytingum sem standa fyrir dyrum á Lána- sjóöi íslenskra námsmanna er ríkisstjómin aö saga af einhverja mikilvasgustu vaxtarbrodda samfélagsins. Þingflokkur Kvenna- listans lýsir ábyrgö á hendur ríkisstjóminni, sem er meö þessu aö gera enn eina árásina á velferöarkerfiö. Áhrifin munu segja til sín um árabil og verður seint fyrir þaö bætt ef framtíöará- form fjölda námsmanna veröa aö engu gerö." 13

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.