Fréttabréf - 01.07.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.07.1992, Blaðsíða 2
mest milli áranna 1989 og 1990 eftir aö taxtakaup og innbyrö- is staöa launafólks var fryst meö svokallaöri þjóöarsátt. Á þessu tímabili færöist tæpur milljaröur frá telyulægri hópi launafólks til þess teKjuhærri. Þaö má því færa þung rök fyrir því, aö frysting taxtalauna hafi í raun aukiö svigrúm atvinnurek- enda til aö hækka laun hinna tekjuhærri, sem eru í aöstööu til aö gera einstaklingsbundna samninga um kaup sitt og Kjör. Því hefur veriö haldiö fram, aö viö núverandi aöstæöur í íslensku efnahagslífi eigi hvorki né megi gera kerfisbreytingar á því tvöfalda launakerfi, sem viögengst hér á landi. Þingflokkur Kvennalistans er ósammála þessu og teiur slíkar breytingar bæöi mikilvægar og tímabærar einmitt núna, ef takast á aö draga úr launamun í íslensku samfélagi, ekki síst milli karla og kvenna. Tvær af hverjum þremur konum taka laun samkvæmt töxtum verkalýösfélaga, en aöeins einn af hverjum þremur körlum, enda njóta þeir í mun ríkari mæli hvers kyns auka- greiöslna. Þannig nam hlutfall heildaraukagreiöslna af dagvinnu hjá ráöuneytum og helstu stofnunum ríkisins áriö 1991 74.2% hjá körlum, en 41.8% hjá konum. Þessar aukagreiöslur hafa tíökast í mörg ár, og þeir stjómmálamenn, sem hafa setiö viö stjómvöl í ráöuneytum um langt árabii, hafa ákveöiö þessi launaKjör. Þaö er skoöun þingflokksins, að mikilvægt sé aö taka á þessu neöanjaröarlaunakerfi, sem beint og óbeint vinnur gegn þeim, sem taka laun samkvæmt umsömdum launatöxtum. Þingflokkur Kvennalistans er sammála þeirri grunnhug- mynd í úrskuröi Kjaradóms, aö afnema beri aukagreiöslur og ákvaröa heildarlaun æöstu starfsmanna ríkisins. Veröi þessari ákvöröun I^jaradóms fylgt eftir, þýöir hún launalækkun hjá stómm hópi æöstu embættismanna. Þá telur þingflokkurinn, aö dómurinn hafi gert leiöréttingar á innbyröis launum þess hóps, sem undir hann heyrir, sem m.a. þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, hafa lengi talaö um í sinn hóp, aö væm réttmætar. Engu aö síöur hljótum viö aö vekja athygll á og mótmæla því launamisrétti, sem viögengst í íslensku samfélagi og gert er sýnilegt meö úrskuröinum. Þá orkar þaö líka mjög tvímælis, svo ekki sé sterkar aö oröi kveöiö, aö þingmenn og ráöherrar fái leiöréttingu, sem öllum öömm er synjaö um, ekki síst þar sem hún hefur talsveröan kostnaö í för meö sér fyrir ríkissjóö. Þaö er skoöun þingflokksins, aö slík leiörétting heföi ekki átt aö hafa hlutfallslega meiri kostnaö í för meö sér en fyrirsjáanlegar launahækkanir á almennum vinnumarkaöi.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.