Fréttabréf - 01.08.1992, Blaðsíða 13

Fréttabréf - 01.08.1992, Blaðsíða 13
(Athugið: Bannað körlumí) Fyrir aUmörgum árum kom út gagmnerk bók á vegum Bókaféiagsins nýja, svokölluO handbók hjóna, og var Madama Tobba skráð sem höfundur. Hætt er við, að sú góðakona hefðí ekki kosið Kvennalistann, J>vi hún virðist hafa haít aðrar hugmyndir en við um hlutverk kvenna. Þær birtast m.a. í eftirfarandi klausu, sem tekin er úr þessari merku bók Madömu Tobbu: “Sú kona, sem elskar manninn sinn. leitast aldrel við að kasta skugga á húsbóndastöðu hans á heimilinu, Þvert á mótí. Henni er ánægja að því að draga slg i hlé, ef kostir hans koma frekar í ljós við það. Jafnvel þótt hún sé meiri gáfum gædd en eiginmaöur hennar, gætir hún þess af auðæfum elsku sinnar að láta sem minnst á þvi bera." Svipuð afstaðakemur firam i bókinni ‘Leyndardómur yndisþokkans', leiðbeiningar handa ungu fólki, sem út kom árið 1940. Þar fær unga konan uppfræðslu í undirstöðureglum um samræður: "Ég vara stranglega við því að ræða um stjómmál eða trúmál. TaUð aldrei hátt. Reynið aldrei að yfirgnæfa aðra eða grípa fram í fyrir öðrum, og notlö aldrei útlend orö, sem þið eruð ekki alveg vissar um, hvaö þýöa." Sjálfsagt hafa þessar bækur verið lesnar oni kjölinn á sinum tíma, og er þar kannsld komin meginskýringin á hógværð og lítillætí íslenskra kvenna á sviöi stjómmálanna Iangt fram eftír öldinnil Karlmenn fengju náttúrlega saknaðarkveisu eftír hinum gömlu, góðu dögum, ef þeir sæju þessar tilvitnanir í Madömu Tobbu og Leyndardóm yndisþokkans, en þær eru birtar hér i traustí þess, aö karlmenn lesi fremur lítið Fréttabréf Kvennalistans. Konur eru alvarlega árainntar um að láta ekkl sambýlismenn sína sjá þessi fomfrægu gullkorn.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.