Fréttabréf - 01.09.1992, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.09.1992, Blaðsíða 4
Týndi varningurinn í sendibílsskottinu Jæja, sunnudagur rann upp (rigning með köflum og súld í grennd), og þung voru fetin fram úr. Ég lét því morgun- leikfimina eiga sig þann daginn (sem og hina dagana). Fór þess í stað út á flugvöll og sótti langþráðan og lengi týndan söluvarn- inginn, sem berast átti að sunnan með fyrstu vél. Vinum mín- um í fragtinni á Egilsstöðum hafði ég þá haldið uppteknum í tvo daga við skipulagða leit um allt land að pökkunum, voru þó nógu uppteknir fyrir sýndist mér við að afferma hverja kvenna- vélina á fætur annarri. Ekki átti starfskonan á Laugaveginum náðugri daga, enda skipað í einn leitarflokkanna. Sá eini, sem líklega hefur verið í rónni, var sendibílstjórinn, sem tók við pökkunum á Laugaveginum, enda vissi hann, hvar þeir voru niðurkomnir allan tímann, nebblega í skottinu á hans eigin sendibíl!!! Karlandsk... hafði aldrei farið með pakkana útá flugvöll, ákvað bara upp á sitt eindæmi, að væri alveg eins gott að gera það eftir helgina. Já, já, e'þaggi bara, haaa! Þar fór ekki lítið fé forgörðum. Til að hafa upp í tapiö snöruðum við því upp öðrum sölubás í grunnskólanum, þar sem austfirskar konur og fleiri höfðu heimilisiðnað sinn til sölu og sýnis. Ekki ofsögum sagt af myndarskap þessara kvenna. Að öðru ólöstuðu fannst mér athyglisverðust framleiðsla á birkisalti. Ekki tókst mér þó að næla í poka af því, það var rifið út eins og annað. Innfæddum, aðfluttum og öðrum ferðalöngum var það greinilega kærkomin dægrastytting, á meðan ekki stytti upp, að veifa seðlunum og fá eitthvað smálegt fyrir. Var svo harður aðgangur að sölubás- um færeyskra og grænlenskra, að þær stóðu gáttaðar yfir ríkidæmi og kaupgetu landans. Laufey „amma" hélt uppi fjörinu i hámarki súldar Laugardagurinn var liðinn með forskellige forelæsninger um „konur og leiðir þeirra til áhrifa í samfélaginu" og kvenna- hlaupi. Ekki veit ég, hvaða leið var ákveðin, hvorki í hlaupi né í áhrifaleitinni, og upptekin við að upplýsa bændur úr nærsveit- um um ágæti Kvennalistans. Okkar konur, Kristín Ástgeirs, Anna Ól. Björnsson og Anna Kristín Ólafsdóttir, héldu á meðan fyrirlestra í næsta húsi um fortíð, nútíö og framtíö Kvennalist- ans, og ku umræöur hafa veriö fjörugar að honum loknum undir stjóm Jónu Valgerðar. Sunnudagsfyrirlestrar snerust um umhverFiö hafiö og nýtingu auölinda, þar talaði m.a. Kristín Einars, og í lokin voru panelumræður. Þetta mun allt hafa verið 4

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.