Fréttabréf - 01.09.1992, Blaðsíða 6

Fréttabréf - 01.09.1992, Blaðsíða 6
Snemmborið þinghald Alþingi var sett að nýju mánudaginn 17. ágúst, eins og um var samið í vor, en lögum samlwæmt hefði það átt að hefjast 1. október. Ástæðan fyrir þessu bráðlæti nú er að sjálfsögðu EES-samningurinn. NoKkuð var unnið í þingnefndum í sumar, en sú vinna varð ekki jafn markviss og árangursrík og ætlunin var. Ekki komu fram öll þau frumvörp, tengd samningnum, sem gert hafði verið ráð fyrir, og sumartíðin setti mark sitt á alla vinnu. Engu að síður voru margir fundir haldnir, og sumarfríin urðu nokkuð gloppótt hjá þingmönnum. Svo sem rækilega hefur komið fram í fjölmiðlum, hafa margir efasemdir um, að samningurinn um evrópskt efnahags- svæði standist vissar greinar syórnarskrárinnar. Lögfróðir menn eru hreint ekki á einu máli um þetta atriði og rökstyðja álit sitt í löngu máli sitt á hvað. Þingkonur Kvennalistans voru í þingbyrjun tilbúnar með lagafrumvarp um breytingu á stjórnar- skránni og tillögu til þingsályktunar um að samningurinn yrði borinn undir þjóðaratkvæði, og niðurstaðan varð sú, að þing- fiokkar stjómarandstöðunnar standa sameiginlega að þessum þingmálum. Nánar er sagt frá þeim hér á eftir. Reyndar fóm fyrstu dagar þingsins í þref og samninga um áhrif, ýmist milli þingfiokkanna eða innan þeirra. Þingmenn Sjálfstæðisfiokksins dunduðu sér við að ýta Eykoni út í horn, og þingmenn Alþýðubandalagsins kýttu um embætti þing- fiokksformanns. Furðu ljúfiega gekk hins vegar að ná sam- komulagi þingfiokka um breytingar á þingsköpum, sem ætlað er að leiða til bættra stjórnarhátta í þinginu. Meginbreytingin felst í því, að nú er öllum þingflokkum tryggð aðild að forsætis- nefndinni, og ætti því að geta skapast meiri friður um þinghald- ið en raunin var á síðasta þingi. 6

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.