Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 3
síðar en viKu fyrir landsfund. Þ>að er svo í höndum þingkvenna okkar að vinna úr efninu og semja drög að allsherjarályktun sem lögð verður fyrir í byrjun landsfundar. Svo að þetta megi verða þurfa hópamir að vinna hratt og örugglega. Þær konur sem vilja taka þátt í hópvinnunni eru beðnar um að hafa samband við ábyrgðarkonur eigi síðar en strax! Landsfundargjald verður kr. 6.500 eða lítið eitt hærra en í fyrra. Innifalið í gjaldinu er matur og kaffi alla fundardaga, gisting í svefnpokaplássi (kojum í heimavistinni) og fundar- gögn. Við minnum á samþykkt samráðsfundar þess efnis að hver angi tryggi mætingu minnst 5 kvenna á landsfund!! Skráið ykkur sem fyrst hjá Þórunni í síma 91-13725 - fax 91-27560 og hjá Kristinu Halldórs i síma 91-624099. Laugardaginti 12. september héldum Viö samráðs fund, J>ar sem rædd voru ýms praktísk mál, svo sem fjármál Kvennalistans og undirbúningur landsfundar. Svolitill tími gafst til pólitískrar umræðu, og í lokin var samþykkt svohljóð- andi ályktun: Samráðsfundur ur ölium 1992mótmæl- .Samráðsfundur Kvcnnalislakvenna dæmum landsins haldinn í Reykjavík 12. sept irharðlegahugmyndum sem uppi eruinnanríkisstjórnarinnar um skerðingu fæðingarorlofs. Frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur stefna hennar birst í hverri árásinni á fætur annarri á fjölskyld- urnar í landinu, einkum þó þær sem verst standa að vígi. Niðurskurður á opinberri þjónustu bitnar sem fyrr harðast á konum. sem enn axla að mestu ábyrgð á umönnun barna, sjúkra og aldraðra í okkar þjóðfélagi. Þó tekur nú steininn úr, er rikisstjórninni hugkvæmist að gera nýburamæður og ungabörn sérstaklega að fórnar- lömbum stefnu sinnar. Kvennalistinn mun beita sér um af þessu tagi og skorar á konur að hrinda þessari árás á grundvallarréttindi íslcnskra kvenna.f af alefli gegn hugmynd-

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.