Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 4
Hægt breytist hugarfarið OKkur Kvennalistakonum hitnaði óneitanlega i hamsi, þegar við sáum mjög svo karlmannlega dagskrá aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva 18. september auglýsta í Morgun- blaðinu. Þar var mikið samsafn formanna og núverandi og fyrrverandi ráðherra til kallað, en kvenmannsnöfn engin. Slíkt og þvílíkt kallaði á lexíu, og því var Samtökum fiskvinnslu- stöðva sent eftirfarandi skeyti: „Samtök fiskvinnslustöðva auglýsa nú aðalfund sinn næstkomandi föstudag á Akranesi. Vonandi endurspeglar dagskráin ekki mat samtakanna á framlagi kvenna til þeirrar mikilvægu greinar sjávarútvegsins sem fiskvinnslan er. Engin kona er þar kölluö til framsögu, og í pallborði um framtíð íslenskrar fiskvinnslu silja aðeins karlkyns fulltrúar gömlu stjórnmálaflokkanna. Samtök um kvennalista eru sniðgengin og þar með fylgjendur þeirra sjónarmiða, sem þau eru fulltrúar fyrir. Samtök fiskvinnslustöðva virðast því ekki meta mikils eöa gera sér grein fyrir, að það eru að miklum meiri hluta konur, sem með hörðum höndum og gífurlegu vinnuálagi bera uppi íslenska fiskvinnslu. Með ósk um góðan fund og hugarfarsbreytingu hið fyrsta, þingfiokkur Kvennalistans." Áhrifin létu ekki á sér standa, og gekk nú maður undir manns hönd að leiðrétta mistökin. Endirinn varð sá, að Anna Ólafsdóttir Bjömsson tók þátt í pallborðsumræðum á fundinum fyrir hönd Kvennalistans, og megum við sæmilega við þau málalok una að þessu sinni. En vonandi koma fulitrúar fisk- vinnslukvenna meira viö sögu á næsta aöalfundi samtakanna. Hugarfarsbreytingin gengur ótrúlega hægt. 4

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.