Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 8

Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 8
út mánaöarlega, og Tunnuna, sem kemur út vikulega meö útvarps- og sjónvarpsdagskrá. Veriö er að setja á stofn síld- arminjasafn í Roaldsbrakka, sem er norskt hús byggt 1907. Safnið á aö vera sérhæft safn um veiöar og vinnslu síldarinnar. Á staðnum er enn gömul verbúð sem vonandi verður gerö upp en ekki rifin ,eins og margir vilja víst. Athygli okkar vakti hve snyrtilegt var í bænum og verið aö gera upp mörg falleg hús, en talaö hefur verið um að í þeim efnum haföi ýmislegu veriö ábótavant hér áður fyrr. Sama gildir um þá sem viö töluöum viö hér og á Hofsósi, að aukinnar bjartsýni gætir meöal fólks og það er tilbúið til að slást fyrir framtíö byggöarlagsins. Jóna Valgerður segir frá: SAUÐÁRKRÓKUR. Eftir heimsókn okkar Þórunnar á bæjarskrifstofuna, þar sem Elsa Jónsdóttir bæjarritari tók á móti okkur í fjarveru bæjarstjóra, var haldiö í Fjölbrautaskól- ann. Skólasijórinn kynnti okkur hin þröngu húsakynni skólans, en aöalstarfiö fer fram í verknámshúsinu, sem um þessar mundir er .nokkurra bala hús". Þaö stendur þó til bóta, þar sem í byggingu er bóknámshús, sem fyrirhugaö er aö taka í notkun 1994. Þá er heimavistin oröin þétt setin nemendum og komast færri aö en vilja. Þar er því líka þörf á úrbótum. Skólinn hefur skipað sér veglegan sess í skólakerfi landsins og meðal- einkunn nemenda þaðan verið yflr meöallagi nemenda í öörum fjölbrautaskólum. Viö fengum því þama staðfestingu á fleygum ummælum eins af okkar ágætustu skólamönnum, aö skóli er ekki bara hús, skóli er fólk. Og við erum sannfæröar um, aö uppbygging framhaldsmenntunar á landsbyggöinni er hin rétta byggðastefna - ásamt góöum samgöngum. Viö fórum einnig í Hitaveitu Sauöárkróks, sem er ein af ódýrustu hitaveitum landsins og jafnframt einföidust aö mati hitaveitusljórans. Viö sannfæröumst um, aö þar væri ekki um neina offjárfestingu aö ræöa. En eins og aörar hitaveitur eiga þeir von á auknum álögum á reksturinn, ef tillögur rikissljóm- arinnar veröa samþykktar. Þær álögur munu valda hækkun húshitunarkostnaöar um allt land. Síöan var ekiö um höfnina og endaö í Steinullarverksmiðjunni. Þar er reksturinn í jámum og má ekki mikiö út af bera. Það er dæmigeröur vinnustaöur karla, fáar konur vinna þar, og bám myndir á veggjum vitni um það. En framkvæmdarstjórinn tók okkur af mikilli ljúfmennsku og sýndi okkur allt vinnsluferiið í steinullinni, þar sem hráefniö er aðallega sandur og loft.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.