Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 9

Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 9
SKAGASTRÖriD. Kl. 15.00, alveg samkvæmt áætlun, vorum við Þórunn mættar á hreppsskrifstofunni á Skagaströnd. Þar tók Magnús sveitarstjóri á móti okkur og fór með okkur um plássið. Höfnin var skoðuð, viðbygging við leikskóla, dvalar- heimili aldraðra og fleira. Skagaströnd kom okkur fyrir sjónir sem rólegt og vinalegt þorp, þar sem allir hefðu nóg að gera, en það hefur því miður breyst á síðustu dögum. Hú stefnir í fjöldaatvinnuleysi, þar sem fiskvinnslan á að færast út á sjó. Þama eins og annars staðar þar sem atvinnulífið byggist á einu fyrirtæki er afkoma fólksins háð ákvörðunum þeirra sem „eiga" kvótann. Eigendur skipanna geta ráðskast með hann án þess að spyrja fólkið, sem hefur árum saman unnið við vinnsluna og átt stærstan þátt í að skapa sterka stöðu þess sama fyrirtækis. En nú segja afkomutölumar, að það eina sem borgi sig sé að frysta úti á sjó. Ekki fara fiskvinnslukonumar þangað, þær hafa skyldur við heimili og böm. Kvennalistinn vill að kvótinn sé bundinn við byggðarlög, en ekki skip. Því miður á sú stefna ekki nægilegu fylgi að fagna, annars stæðu menn ekki frammi fyrir slíku dæmi sem á Skagaströnd. En við Kvennalistakonur erum mjög ánægðar með ferðina, sem gaf okkur tækifæri til að sjá og hitta fólk á Norður- landi vestra. Við erum þá betur í stakk búnar að takast á við þau málefni, sem snerta fólkið þar. Anna Ólafsdóttir Björnsson segir firá: BLÖNDUÓS. Ófeigur Björnsson bæjarsljóri tók á móti okkur Ingibjörgu Sólrúnu og bauð í kaffi á Hótel Blönduósi. Við spjölluðum við hann og Ásrúnu Ólafsdóttur hótelstýru um ferðaþjónustuna og möguleika notalegra landsbyggðarhótela til að halda smærri ráðstefnur. Auk hótelsins er í bænum gisti- heimili og mjög skemmtilegt tjaldstæði á Blöndubökkum og í sveitunum í kring ferðaþjónusta bænda eins og hún gerist best, t.d. hjá Ásgerði okkar í Geitaskarði. Að því loknu fómm við í leiðangur upp að Húnavöllum. Þar er skóli fyrir sveitimar í kring, en nemendum fer stöðugt fækkandi. Erindi okkar var þó fyrst og fremst að skoða hita- veitu Blönduóss og nágrannasveita, en með þessum sveitarfé- lögum er ágætt samstarf að sögn Ófeigs. Gestur Þórarinsson hitaveitustjóri, verksfjóri og allsherjarreddari bæjarins tók á _ móti okkur og veitti okkur hitaveitukokkteil og uppfræöslu. Á vegum hitaveitunnar fer fram öflug fræðsla um hitaspamaö og stillingar á mælum. Þetta mun hafa lækkað húshitunarkostnaö

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.