Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 10

Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 10
verulega. Við litum inn á sjúkrahúsið þar sem heilsugæsluálm- an er tilbúin, ekkert vantar nema lyftu til að koma henni í gagnið. Við heyrðum af hugmyndum um að gera sjúkrahúsið að endurhæflngarspítala sem gæti grynnt á biðlistum annars staðar. Pappírspokaverksmiðja staðarins er því miður komin á hausinn, en nýuppsett framleiðslulína áburðarverksmiðjunnar og sementsverksmiðjunnar passa ekki fyrir íslenska pokafram- leiðslu. Mú eiga Njarðvíkingar verksmiðjuna og hyggja á fram- leiðslu umhverflsvænna innkaupapoka. Á Blönduósi er rækju- verksmiðja sem gengur ágætlega, en framtíð hennar á þessum stað mun vera háð því að höfnin margfræga, sem er reyndar brimvamargarður, komist í gagnið. Að lokum litum við inn á prjónastofu sem er að rísa úr rústum annarrar sem varð gjald- þrota, og þar var gott hljóð í fólki. HVAMMSTANQI. Við mættum á staðinn á sögulegri stund á meðan rannsóknarlögreglan var að skoða Meleyrina. Bjami Þór Einarsson sveitarstjóri tók á móti okkur við annan mann og sagði að fyrir Hvammstangabúa væm afdrif Meleyrinn- ar engin tíöindi. Þrátt fyrir yfirvofandi atvinnuleysi var engan bilbug að finna á sveitarstjómarmönnum. Hreppurinn, sjúkra- húsið og Meleyrin hafa verið álíka stórir vinnuveitendur og nú er það von heimamanna að nýir aðilar taki við rekstri rækju- og skelvinnslu á staðnum. Við litum inn á sauma- og prjónastof- una Drífu. Þar er af og til nokkur óvissa um framtíð starfsem- innar, en þetta er mikilvægur vinnustaður fyrir konur á ýmsum aldri. Við heimsóttum líka fjarvinnslustofuna á hæðinni fyrir ofan og þar lifa menn á ættfræðifikn landsmanna, setja og brjóta um bækur um ættanna kynlega bland. Nú á að herja á Alþingi og fá verkefni þaðan, líklega þó ekki í ættfræði. Við fylgjumst spenntar með. Á sjúkrahúsinu er fyrst og fremst þjónusta við aldraða og þar er verið að byggja og breyta. Við enduðum heimsóknina á Vertshúsinu þar sem nýir eigendur hafa komið upp ágætis veitinga- og gististað eftir gjaldþrot fyrri eigenda. Loks er þess að geta að Ingibjörg Sólrún stóö í ströngu að kyssa ættingja sína í öllum áfangastöðum og mælum við hér með því að í öllum slíkum ferðum verði höfð með ein sem á ættir sínar að rekja á svæðið. Óvfst er hvaða landshluti verður næst fyrir valinu, en þær stöllur eru til alls vísar og þegar farnar að hlakka til.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.