Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 12

Fréttabréf - 01.10.1992, Blaðsíða 12
Landsfundur 30. okt.-l. nóv. Sjá bls. 1-3. Skráið ykkur sem allra fyrst. Laugardagskaffi Næstu þrjá laugardaga, þ.e. 10., 17. og 24. október fara laugardagsköffin í undirbúning undir landsfund. Félagsfundur Reykjanesanga verður á Laugavegi 17 þriðjudaginn 20. okt. Sjá bls. 11. Árið 1915 öðluðust íslenskar konur loksins kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og haía æ síðan minnst þess áfanga með stolti. Sama ár birtist vestur í Bandaríkjunum stefnuyfirlýsing Samtaka kvenna um afnám kosningaréttar karla, skammstafað SKUAKK. Ekki fer miklum sögum af starfsemi samtakanna, en liöfundur yfirlýsingarinnar var skáidkonan AliceDuerMiier, f. 1874, d. 1942.Stefnuyfirlýsingin hljóðaði svo: l>ess vegna viljum viö afnema kosningarétt karla: 1. Vegna þess að staða karlsins er í hernum. 2. Vegha þess að enginn sannur karlmaður kærir sig um að Ieysa ágreining án hernaðar. 3. Vegna þess að ef karlinn tæki upp friðsamlegri samskiptahætti liti engin kona við honum. 4. Vegna þess að karlinn mun glata þokka sínum, ef hann fer að haga sér í andstöðu við eðli sitt og sýna áhuga á öðru en vopnum, einkennisbúningum og herlúðraþyt. 5. Vegnaþess að karlinn er of tilfinningasamur til að geta greitt atkvæði. Framkoma hans á íþróttaleikjum og á stjórnmálafundum bera þess vott. Jafhframt gerir eðlislæg hnefaréttartilhneiging karlsins hann óhæran til að axla stjórmnálaábyrgð. 6. Vegna þess að við viljum vernda karlinn, en ekki láta honum eftir að tortima sér. 12

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.