Fréttabréf - 01.11.1992, Side 1

Fréttabréf - 01.11.1992, Side 1
Át. /Cristí* tía(tdórtd&Ctir Cftf. /CmrttístiiMj /auý&efi/7 Simi: 91-73725, fa*:9f-27560 Fréttir af landsfundi Landsfundur Kvennalistans 1992 var fjölsóttur, starf- samur og líflegur. Ágreiningur um afstöðuna til EES-samnings- ins setti óneitanlega marK sitt á fundinn og var reyndar þaö eina, sem fjölmiðlar sýndu vemlegan áhuga. Margt fleira var þó til umræðu, svo sem sjá má af ályktunum fundarins. Ekkert var þó ályktað um eitt af aðalefnum fundarins, nefnilega hugmynd- ir um nýja skipan sveitarsijómarmála. Ásgerður Pálsdóttir, full- trúi Kvennalistans í nefnd um ný umdæmi sveitarfélaga, kynnti starf og tillögur þeirrar nefndar, og starfshópur fundaði um mál- ið, en niöurstaðan var, að það þyrfti meiri umfjöllun og athug- un í öllum öngum. Þá kynnti Anna Kristín Ólafsdóttir tillögur starfshóps um nýtt skipulag málefnavinnu innan Kvennalistans, sem sagt verður frá sérstaklega hér á eftir. Þrátt fyrir stíf fundahöld og málefnavinnu alla dagana, gáfu konur sér tíma til að fara í sund og gufu og rabba saman óformlega milli dúra. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir heimsótti okkur á laugardagskvöldið og hitti svo rækilega í mark í spjalli sínu, aö viðstaddar spruttu úr sætum sínum og klöppuöu lengi henni til heiðurs. Ekki var boðið upp á önnur dagskráratriði það kvöldið, enda konur fullfærar um að skemmta sér sjálfar meö söng og dansi. Mátti þar sjá mörg glæsileg tilbrigöi viö hefðbundin dansspor, en hápunkturinn var þó limbókeppni kvöldsins, þar sem hagsýnar húsmæður liðuöust undir kústslíaft með ótrúlegri fimi og sveigjanleika.

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.