Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 7
markandi fyrir starfsemi hans innan þings sem utan, en leggur áherslu á að samtökin gera ekki þá kröfu til Kvenna- listakvenna aö þær greiði atkvæði gegn eigin sannfæringu. Kvennalistinn telur eðlilegt og skylt aö leggja samn- inginn um EES í dóm þjóðarinnar til synjunar eða samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningurinn um EES er eitt stærsta utanríkismál sem íslendingar hafa staöiö frammi fyrir á lýðveldistímanum og það er réttur þjóðarinnar að velja sér framtíð og örlög. Landsfundur Kvennalistans 1992 skorar á alþingismenn að samþykkja framkomna þingsályktunartillögu um að bera aðildina að EES undir þjóðaratkvæði. Þá leggur landsfundurinn áherslu á að Alþingi eyði öllum vafa um aö samningurinn standist gagnvart íslensku sljómarskránni. Um öryggismál Á undanfömum árum hafa heimssögulegir atburðir gerst sem skapað hafa nýjar aðstæður í öryggismálum heimsins. Berlínarmúrinn féll árið 1989 og í kjölfar hans bæði Sovétkerfið og Varsjárbandalagið. Tvö stórveldi sem byggöu á andstæðum hugmyndum standa ekki lengur grá fyrir jámum og ala á óvinaímynd sín á milli og milli einstakl- inga og hópa um heim allan. Merkir áfangar hafa náöst í af- vopnunarsamningum og kjamavopnum hefur fækkaö veru- lega, jafnt á hafl úti sem á landi. Landsfundur Kvennalistans bendir á aö viö þessar aðstæður er mikilvægt fyrir þjóðríki, rikjabandalög og al- þjóðastofnanir að líta á öryggismál út frá nýju sjónarhomi. Það sem ööru fremur ógnar nú öryggi íbúa einstakra ríkja og heimsins alls er geislavirkur úrgangur, mengun, sem t.d. eykur gróðurhúsaáhrif og þynnir ósonlagið, eyðing gróður- lendis, s.s. regnskóga, og útdauöi tegunda. Þetta ættu ís- lendingar aö skilja þjóða best þar sem byggö í landinu stendur og fellur með lífríki hafsins. Ný skilgreining í öryggismálum, sem byggir á varö- veislu umhverfis fremur en hemaðarstyrk, kallar á nýjar aö- ferðir til að tryggja sameiginlegt öryggi okkar. Þær aöferðir hljóta að vera alþjóölegar í eöli sínu og í því sambandi leggur landsfundur Kvennalistans áherslu á mikilvægi Sameinuöu þjóðanna og Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, en hafnar sem fyrr hemaöarbandalögum s.s. NATÓ og Vestur- Evrópusambandinu (WEU). 7

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.