Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 14

Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 14
unni ríkari viö gerö útvarpsþátta. Má þar nefna Hólmfríöi Qarö- arsdóttur, Drífu H. Krisljánsdóttur, Elsu Guðmundsdóttur, Þóru Ásgeirsdóttur, Eygló Ingadóttur, Sigrúnu Helgadóttur, Danfríöi Skarphéöinsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur og Kristínu Ámadóttur, auk þaulvanra útvarpskvenna, eins og Sigrúnar Siguröardóttur og Helgu Thorberg. Kvennalistinn stóð að opnum fundi 8. mars á Hótel Borg ásamt konum úr Alþýöubandalaginu, Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og Samtökum kvenna á vinnumarkaði. Megintilgangur fundarins var að mótmæla at- vinnuleysi og efnahagsráöstöfunum ríkisstjómarinnar. Enn sem fyrr gáfust mörg tilefni til þátttöku í ráðstefn- um og fundum heima og erlendis, þar sem Kvennalistinn fékk umfjöllun og athygli. Sérstæöasta boðið kom frá II Club Delle Donne í Róm, sem sæmdi Kvennalistann svokölluðum Minervu- verðlaunum við sérstaka athöfn 22. nóvember 1991. Ingibjörg Hafstað veitti verölaununum viðtöku fyrir hönd Kvennalistans og segir frá því ævintýri í 1. tbl. Fréttabréfsins '92. Quðrún Gísladóttir sótti ráöstefnu um „Kvinnors inre marknad" í Stokk- hólmi í febrúar og lýsir henni í 4. tbl. Fréttabréfsins. í sama tbl. lýsir Ragnhildur Vigfúsdóttir þátttöku sinni í Norðurlandaráös- þingi æskunnar í Finnlandi í febrúarlok. Þóra Ásgeirsdóttir sótti fyrir okkar hönd kvennaráðstefnu í Bmssel um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Og í 8. tbl. segir Guðrún Agnarsdóttir frá kvennaráöstefnu í Dublin í júlí sl., þar sem hún sagöi frá Kvennalistanum. Pá ráðstefnu átti upphafiega að halda hér á landi, en ekki tókst að tryggja fjármögnun hennar í tæka tíð. Ekkert lát er á heimsóknum útlendinga, aöallega kvenna úr röðum fræöimanna og fjölmiðlafólks, sem vilja kynna sér aðferðir og árangur Kvennalistans. Rétt til að géfa hugmynd um þennan þátt starfseminnar, sem mæðir reyndar mikið á þingkonunum, þá höfum við nú á síðustu vikum fengiö heimsóknir frá Þýskalandi, Horegi, Kanada, Hollandi, Banda- ríkjunum og Svíþjóö. Kvennalistinn tók virkan þátt í vestnorrænu kvenna- ráðstefnunni á Egilsstööum 20.-23. ágúst sl. Kristín Ástgeirs- dóttir flutti dagskrá um sýnilegar og ósýnilegar formæöur okkar ásamt leikkonunum Eddu Heiðrúnu Backman og Kristbjörgu Kjeld. Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir ávarpaði þingiö fyrir hönd vestnorrænu þingmannanefndarinnar. Kristín Ástgeirs, Anna Ólafsdóttir Bjömsson og Anna Kristín Ólafsdóttir höfðu fram- sögu um fortíð, nútíð og framtíö Kvennalistans, og Jóna Val-

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.