Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 3
um úthlutun námslána á þeim tíma, sem námsmaður er í náml, þá geti hann valiö milli þess að fá lánaö eftir þeim reglum og vaxtakjörum, sem giltu er hann hóf nám sitt, eða aö taka lán eftir nýju reglunum. Þar meö væri námsmönnum gert auöveld- ara aö standast áætlun um fjármögnun náms síns. Mörgu ööru þyrfti vissulega að breyta í lögunum um L.Í.N., en þaö bíöur betri tíma. BANDORMUR UM MEÐLAGSGREIÐSLUR Lágmarksmeölag meö bömum er nú 7.551 kr. á mán- uöi, og þarf ekki langa og mikla röksemdafærslu til aö sýna fram á, aö þaö dugir skammt til framfærslu bams. Margir meölagsgreiöendur hafa efni á að greiða hærri upphæöir, og aö sönnu eru lagaheimildir til aö semja eöa úrskuröa um hærra meölag, en sá hængur er á, að ábyrgð hins opinbera miöast viö lágmarksmeðlag. Ef meðlagsúrskuröur eöa staöfestur samning- ur foreldra kveöur á um hærra meðlag en lágmarki nemur veröur þaö foreldri, sem fer meö forsjána, aö innheimta þaö sem umfram er hjá meölagsgreiöandanum, en fær þaö ekki greitt í gegnum Tryggingastofnun ríkisins eins og lágmarksupp- hæöina. Innheimtustofnun sveitarfélaga er reyndar heimilt lögum samkvæmt aö taka aö sér innheimtu aukins meölags, en þá gegn greiöslu, og hefur sú heimild ekki veriö notuö. Kvennalistakonur hafa nú lagt fram frumvarp, sem hefur þaö markmiö aö gera innheimtu aukins meölags einfald- ari og auöveldari. Frumvarpiö er í formi bandorms, því ekki dugir mlnna en breytingar á þrennum lögum. í fyrsta lagi er lögö til sú breyting á 73. gr. laga um almannatryggingar, aö greiösla Tryggingastofnunar ríkisins á meölagi til foreldris veröi ekki bundin viö lágmarksfjárhæö meölags, heldur geti einnig fariö eftir úrskuröi eöa staöfestum samningi. í ööru lagi er lögö til sú breyting á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, aö felld veröi niöur heimild stofnunarinnar til gjaldtöku fyrir inn- heimtu meölags. Og í þriöja lagi er lagt til, aö fellt veröi brott ákvæöi í 25. gr. bamalaga, sem takmarkar skyidu Trygginga- stofnunar ríkisins tii greiðslu framfærslueyris við 18 ára aldur og upphæö sem svarar bamalífeyri, þ.e. nú 7.551 kr. á mán- uði. Ingibjörg Sólrún er fyrstl flutningsmaöur þessa frum- varps, en meö samþykkt þess væru þar meö afnumdar lagaleg- ar hindranir gegn því að opinberir aöilar hafi milligöngu um greiöslu aukins meölags.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.