Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 5
menntamálaráðherra að beita sér fyrir því, að tekin verði upp foreldrafræðsla í skólum landsins, í fjölmiðlum og í samvinnu við heilbrigðisráöherra á heilsugæslustöðvum. Skipaður veröi vinnuhópur, sem komi meö tillögur um æskilegt inntak, form og umfang foreldrafræöslu á fyrrgreindum stöðum fyrir 1. nóvember 1993." í greinargerð með tillögunni segir m.a.: .Þaö skiptir afar miklu, að böm fái góöa aöhlynningu og örvun í uppeldinu til aö þau verði heilsteyptir einstaklingar, og þar gegna foreldrar eöa aðrir, sem standa baminu næst tilfinningalega, lykilhlutverki. Foreldraábyrgð er því mikilvæg,og í lýðræöisþjóöfélagi, sem hefur lögfest jafnrétti kynjanna, þurfa báðir foreldrar að geta sinnt henni sem best. Til að svo geti oröið þarf aö styrkja foreldra í hlutverki sínu og um leið þau grundvallarmannrétt- indi foreldra og bama, sem hér em í húfi." FERÐAÞJÓNUSTA OG SAGNFRÆÐI Þá endurfiytur Kristín Ástgeirsdóttir ásamt öðrum þing- konum Kvennalistans tillögu um tengsl feröaþjónustu við íslenska sögu og sögustaði. Tillagan er svohljóðandi: .Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að skipa nefnd sagnfræðinga, fomleifafræöinga, þjóöháttafræöinga, íslenskufræöinga og fóiks úr ferðaþjónustu til að selja fram hugmyndir og tillögur um það, hvemig nýta megi sögu þjóöarinnar, sögustaði, þjóö- hætti, verkmenningu og bókmenntir til aö efia og bæta ferða- þjónustu hér innan lands." Tillagan var kynnt í 5. tbl. Fréttabréfs þessa árs, en niðurlag greinargerðarinnar hljóöar svo: .Hér er ekki fyrst og fremst um það að ræða að nýta söguna og okkar fomu bók- menntir til að kynna fyrir útlendingum, heldur ekki síður, að saga okkar, sögustaöir og menning verði íslendingum aögengi- leg á margvíslegan hátt." FYRIRSPURNIR TIL RÁÐHERRA hafa verið um hin margvíslegustu efni, svo sem um samþykktir og gerðir EB, verkefni tilsjónarmanna, bækling um L.Í.N., svæðisútvarp Vestfjarða, nýja langbylgjustöð Ríkisút- varpsins, embætti dýralæknis á sunnanverðum Vestfjörðum, sendiráð í Vínarborg og hjá Sameinuðu þjóðunum, kaup á Hótel Valhöll, um evrópsku mannfjöldaráöstefnuna 1993, framtíð herstöðvarinnar í Kefiavík, áfengis- og vímuefnameö- ferð, umhverfismál á noröanveröum Vestfjöröum, stööu loð-

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.