Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 8

Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 8
"Samt er hugurinn heima" Þaö var með nokkuð blendnum tilfinningum, sem undirrituö lagöi af stað til þings S.þ. laugardaginn 14. des. s.l. Auðvitað hlakkaði ég til að ferðast, sjá nýja staði (aldrei komið til Bandaríkjanna áöur), hitta nýtt fólk úr öllum heimshomum og kynna mér starf Sameinuðu þjóðanna. Það reyndist líka vera þess virði. Ég kynntist starfi fastanefndar íslands hjá S.þ. Sá hve mikiö og gott starf þar er unniö þrátt fyrir takmarkaðan mannafla. Fann, aö samstarf Norðurlandanna innan S.þ. er mjög virkt, þar tala Norðurlöndin einum rómi. Og þaö kemur sér vel fyrir íéland, sem ekki hefur tök á aö hafa séifræöinga í öllum málum og nýtur þar góðs af starfskröftum hinna Norðurlandanna. Aðalfulltrúi fastanefndar íslands, Komelíus Sígmunds- son, bauð þingmönnum heim til sín til kvöldveröar. Hann tók þar á móti okkur ásamt konu sinni og bömum, og höfðu þau undirbúið fyrir okkur sannan Þakkargjörðarmálsverð. Síðasta fimmtudag í nóvember halda Bandarílg'amenn hátíðlegan, og em það ieifar af hátíðum landnemanna, sem á haustin iofuöu Quö fyrir góöa uppskem. Svo sem öllum er kunnugt em Bandaríkjamenn af hinum ólíkustu þjóðemum og hafa því ólík trúarbrögð. Það er þeim eins konar sameiningar- tákn aö halda þennan dag hátíölegan, sama hvaöa trúarbrögð þeir aðhyllast. Þá er borðaður kalkúnn um öll Bandaríkin, frí er gefið í skólum og í vinnu og fjölskyldan sameinast, eins og á jólum hjá okkur. Þau hjón vom kvödd meö þessarí vísu: ísiand á hér ótal goð, sem afrek vinna saman. Við þökkum fyrir þetta boö þar gleði var og gaman. í hópi alþingismanna aö þessu sinni vom auk mín Lára Margrét Ragnarsdóttir og Qunnlaugur Stefánsson, og vom þau hinir ágætustu ferðafélagar. Fýrir utan að fylgjast með umræð- 8

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.