Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 13

Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 13
"Banvæn blekking" Áróðursherferð gegn framleiðslu kjarnorkuvopna Kvennalistanum berast margvísleg erindi utan úr heimi, og eitt þeirra kom nýlega í bréfi frá F)redrik S. HefTermehl, norskum stjórnarmanni f alþjóölegri friöarstofnun, Intemational Peace Bureau. Sú stofnun er ekkert unglamb, átti sitt upphaf í Róm fyrir 100 árum. þ.e. áriö I892, enhefur nú höfuðstöðvar í Genf. Og ekki sakar aö geta þess. aö stofnunin fékk friöarverölaun Nóbels áriÖ 1910. Erindi Fredriks er aö vekja athygli á áróöursherferö gegn fjölþjóða fyrirtækinu General Electric, sem margir hér kannast viö af góöu einu. Þessi Qölþjóöarisi hefur hins vegar ekki haft hátt ura alla sína starfsemi, og því vita fáir um ITiFACT. bandarísk baráttusamtök gegn kjarnorku- vopnum, ýttu af staö herferðinni gegn GE, enhúner dyggilega studd af fyrrnefndri friðarstofhun í Genf og af Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá, aö því er Fredrik hermir i bréfi sínu. Reyndar hefur INFACT beitt sér gegn ýmsu öðru en kjarnorkuvopnum, t.d. stóö stofnunin fyrir árangursríkri herferö gegn NESTLE-fyrirtækinu, sem á sínum tíma flutti heilu skipsfarmana af mjólkurdufli til vanþróaöra landa án þess aö skeyta hiö minnsta ura aíleiöingarnar. Áhrifaríkasta áróöurstækiö f herferöinni gegn Gen- eralElectricerhálftímaheimildarmynd, sem fckkóskarsverö- Iaun sem besta stutta heimildarmyndin á þessu ári. Heiti myndarinnar er „Deadly Deception', sem þýöa mætti sem „Banvæn blekking”. Ondirtitill myndarinnar er ‘General Elec- tric, kjarnorkuvopn fif umhverfiö okkar'. Debra Chasnoff stjómaöi upptöku myndarinnar og er vafalaust ekki efst á vinsældalistanum hjá GE þessa stundina. Myndin hefur þegar veriö sýnd í Noregi, hún veröur sýnd á næstunni í Qölda Evrópulanda, og Fredrik fullyröir, aö hún veröi innan fárra mánaða sýnd á íslandi. Loks gefúr Fredrik upp heimilisfang INFACT, sem er 256 Hanover Street, Boston, MA02113, USA.Þangað erhægt að leita eftir firekari gögnum og upplýsingum. 13

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.