Fréttabréf - 01.03.1995, Blaðsíða 10

Fréttabréf - 01.03.1995, Blaðsíða 10
Kvennaseiður á afmælinu í ReykjavíKuranga er allt á fullu og góöur baráttuandi aö skapast, enda fylgiö á uppleiö og við ætlum aö fá fjórar konur inn. Formlega hófst kosningabaráttan 1. mars meö blaða- mannafundi, en 4. mars troðfylltist Borgin, er Kvennalistinn hélt opinn fund, par sem Quöný Quöbjömsdóttir, Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjamar héldu erindi undir yfirskriftinni .Kvenfrelsi, mannréttindi, samábyigö". Viö héldum upp á 8. mars, alþjóðlegan baráttudag kvenna, meö pví að opna kosn- ingaskrifstofuna formlega, og á 12 ára afmæli Kvennalistans var bmggaöur kvennaseiöur og bakaöar vöffiur. Næsti opni fundurinn er á laugardag 18. mars kl. 14 á Komhlööuloftinu og fjallar um inntak framhaidsmenntunar, starfsmenntun fyrir stúlkur, fulloröinsfræöslu, símenntun og fleira. Fleiri fundir em á döfinni, m.a. um launamál, svo pað er vissara aö fylgjast meö hvaö er aö gerast í Reykjavík. Fram- bjóöendur hafa líka veriö á hlaupum milli vinnustaðafunda, verið á fundum hjá ýmsum félagasamtökum og svo auðvitaö í fjölmiölum, par sem kosningabaráttan virðist aö mjög stómm hluta vera háö. Kosningasímar em 22780 og 22785, og alltaf er hægt að bæta viö vinnufúsum höndum í límingar, dreifingu, kaffilögun, bökun, uppvask, hringingar og margt fleira. Meö baráttukveöju. Bergpór. Norræn karlaráðstefna „Norrænir karlmenn" er yfirskrift ráöstcfnu, scm norræna ráðherranefndin heldur t Stokkhólmi 27. og 28. aprfl nk. UndirtitiHinn er .Óllkir einstaklingar - áþekk reynsla', og er nú ekki lanst við, að bjöliur ktingi einhvers staðar. JÞar verða Hutt mörg forvitniieg erindi, svo sem um ólélta pabbann, vald og valdleysi I Ijölskyidulifi, árásarhvöt, styrjaldir og karlmennsku. kynvald karlmannsins og kynferðislegt otbeldi, girnd vinnunn- ar og kynferðíslega skömm, viöhorfkarla tíl húsverka, drykkju karla o.fl. o.n. Ásþór Kagnarsson sá Ifræðingur, Bragi Skúlason prestur á I.andspitalanuin og Margrét Pála Ólafsdóttir leik- skólastýra flytja öfl erindi á ráðstefnunni. Frekari upplýsingar s fást á Skrifstofu jafnréttismála, Laugavegi 13, s. 91 -27420. 10

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.