Fréttabréf - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf - 01.03.1995, Blaðsíða 11
Alþingi var loks slitiö að kvöldi laugardagsins 25. febrúar sl. í yfirliti yflr störf þingsins, sem var hiö 118., er frá því greint, aö 184 frumvörp voru lögö fram, 116 stjómarfrumvörp og 68 þingmannafrumvörp. 81 stjómarfrumvarp varö aö lögum og 13 þingmannafrumvörp. Þá vom lagöar fram 80 tillögur til þingsályktunar, þar af 14 frá ríkisstjóminni, en 66 frá þing- mönnum. Þingiö afgreiddi 10 stjómartillögur og 7 tillögur frá þingmönnum, þar af þrjár frá kvennalistakonum. Um nýtingu og markaðssetningu rekaviöar Jóna Valgeröur var fyrsti flutningsmaöur að tillögu um nýtingu og markaössetningu rekaviöar, en þaö kom í hlut Bjarkar Jóhannsdóttur frá Hólmavík að mæla fyrir tillögunni, þegar hún sat þing í veikindaforföllum Jónu Valgeröar. Tillagan var samþykkt svohljóðandi: „Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjómarinnar að koma á fót starfshópi á vegum landbúnað- arráöuneytis til aö gera tillögur um nýtingu rekaviðar og mark- aðssetningu afurða frá rekaviðarvinnslu. Starfshópurinn skili niöurstööum og tillögum fyrir árslok 1995." Um varðveislu arfs og eigna húsmæðraskóla Kristín Ástgeirsdóttir var fyrsti flutningsmaöur tillögu um skipun nefndar, „..sem hafl það hlutverk aö setja fram tillögur um hvemig best megi varðveita arf og eignir gömlu húsmæöra- skólanna í landinu. Verði sérstaklega hugað að stofnun eða eflingu heimilisiönaðarsafna eöa heimilisiönaöardeilda i byggðasöfnum landsins. í nefndinni eigi sæti fulltrúar Kvenfé- lagasambands íslands, landshlutasamtaka kvenfélaganna, Sambands íslenskra sveitarfélaga, safnamanna og mennta- málaráðuneytis." Tillagan var samþykkt óbreytt. Um kennslu i iðjuþjálfun Loks var samþykkt tillaga þingmanna úr öllum þingflokk- um undir forystu Kristínar Einarsdóttur um kennslu í iðjuþjálf- un. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar aö fela menntamála- ráöherra aö hefja undirbúning að því að koma á námi í iöju- þjálfun hér á landi." 11

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.