Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 4
Angafréttir Sumsstaðar heitir það svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Því miður á það ekki við um Kvennalistann en fátt mun frétmæmt. Það er þó aðeins breytilegt eftir öngum sem sjá má hér á næstu síðum. Frá Vestij arðaanga Við hér á ísafirði gáfum út okkar venjulega 19. júní blað af Pilsaþyt, þar sem úttekt var gerð á árangri kosninganna og fleira. Við fengum styrktarlínur sem nægðu til að borga upp tapið á annarri útgáfustarfsemi okkar vegna kosninganna. Og þetta varð hið myndarlegasta blað, sem nú á að vera komið út í angana. Að öðru leyti hefur sumarið farið að mestu í að kveðja þessar kvenna- listakonur sem alltaf eru að flytjast í burtu eins og Ágústu sem farin er til Namibíu og Önnu Margréti sem eftir 3ja ára starf sem ferðamálafull- trúi Vestfjarða er nú tekin við öðru starfi í Reykjavík. Það hefur verið gert með pompi og pragt og mikil skemmtan orðið úr. í bæjarpólitík- inni gerist frekar lítið á sumrin en það er nú að fara í gang. Við hugsum okkur að vera nokkuð virkar í því að hittast öðru hvoru í vetur vegna bæjarstjómarfundanna og nefndastarfs. Núna á miðvikudag 6. sept. er fyrsti fundurinn í húsnæði okkar að Austurvegi 2 og þar verður farið yfir fréttir af Samráðsfundinum og ýmis praktísk mál tekin fyrir. Undirrituð er nú kennari við Grunnskólann á ísafirði og þarf að fara að rifja upp kennsluefni og kynnast nýjum bömum. Með bestu kveðjum frá okkur á ísafirði og öðrum kvennalistakonum á Vestfjörðum. Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir. Frá Suðurlandsanga Suðurlandsangi hefur vetrarstarfið með félagsfundi þriðjudag 19. sept. kl. 20:30. Fundurinn veröur haldinn heima hjá Sigríði Matthíasdóttur að Árvegi 4, Selfossi (sími 482 2409). Á fundinum verður rætt um landsfundinn og starfið framundan, kosið í Samráð og tengill við lands- fundamefnd valinn. Eyrún Ingadóttir hefur tekið að sér að vera frétta- ritari og verður hún framvegis með fastan pistil hér í fréttabréfinu. Frá Vesturlandsanga Mikil værð er yfir Vesturlandsanga að afloknum kosningum. Við sjáum fram á að geta greitt allar kosningaskuldir og geri aðrir betur. Ekki hefur enn verið boðað til félagsfundar enda Kvennalistakonur önnum kafnar nú sem endranær. Systrakveöjur um landið frá okkur, Helga Gunnarsdóttir. 4

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.