Fréttabréf - 01.08.1995, Page 1

Fréttabréf - 01.08.1995, Page 1
Al. ÁstiMf Tlsrítuts (jtf. Tmtt/isCitt, iitfsnfitf Smi: 5513725, (u: 5527560 Ýmislegt á döfinni Að þessu sinni ber fréttabréfið því glöggt vitni að stutt er sfðan síðasta bréf kom út. Hreinar og klárar Kvennalistafréttir eru litlar en á móti kemur að margt er á döfinni á öðrum vettvangi og taka Kvennalista- konur virkan þátt í þeim viðburðum einsog sjá má á innsíðunum. Fréttabréfíð hefur fengið Ieyfi til að birta útdrátt úr nokkrum dagskrám en það þarf alls ekki að vera að þar með sé allt upptalið. Hér með eru konur hvattar til að hafa samband við fréttabréfið ef þær rekast á spenn- andi hluti sem vert er að minna á. Skráning fyrir landsfund Skráning er hafin fyrir landsfund Kvennalistans og lýkur henni 20. október. Yfirskrift fundarins verður „Kvennapólitík — hvað nú?“ Kvennapólitíkin í upphafi nýs kjörtímabils á Alþingi og þær leiðir sem okkur eru færar verður meginþemað að þessu sinni. Fundurinn verður haldinn í Nesbúð á Nesjavöllum dagana 10. - 12. nóvember. Þátttöku- gjald er 6.800 kr. og er miðað við gistingu í uppbúnum rúmum í tveggja manna herbergjum. Með því að koma með svefnpoka má lækka kostn- aðinn um 500 kr. Einnig er mögulegt að fá einstaklingsherbergi en við það hækkar gjaldið um 1.100 kr. Á staðnum eru bæði heitir pottar og heitur lækur þar sem hægt er að baða sig og slappa af þegar færi gefst. Dagskráin er í smíðum og fljótlega verður hægt að fá helstu atriðin uppgefin á skrifstofunni. Hringið í Áslaugu í síma 551 3725.

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.