Fréttabréf - 01.08.1995, Page 3

Fréttabréf - 01.08.1995, Page 3
gefa út yfirlýsingar um viðverutíma hennar fyrr en í næsta tölublaði. Símanúmerið hjá henni er 563 0705. Þingkonumar ætla líka að finna klukkustund einhversstaðar í vikuplani sínu fyrir símavakt sem þær hyggjast skiptast á um að standa og er til- valið að hringja í Stefaníu til að fá nánari upplýsingar um skipulagið. Innra starf Kvennalistans Hef hug á að stofna hóp um innra starf Kvennalistans. Þær sem áhuga hafa mæti á Laugaveg 17 miðvikudaginn 18. okt. kl. 20:00 eða hafi samband við mig. Góðar hugmyndir vel þegnar, hvaðan af landinu sem er. Sjöfn Kristjánsdóttir, s. 562 6116. Bókasafn Kvennalistans Kvennalistinn á nokkuð af bókum sem, því miður, sorglega fáir notfæra sér. Einn helsti stuðningsmaður Kvennalistans, Baldur Guðmundsson, hefur verið ötull í því að panta og kaupa góðar bækur um allt milli himins og jarðar sem varðar konur, kvennapólitík og menningu kvenna. Það væri ekki vitlaust fyrir þær sem hafa tíma til bóklesturs að líta við á Laugaveginum og athuga hvort þær sjá ekki eitthvað sem þeim líst vel á. Bækumar getur skilvíst fólk fengið lánaðar heim. 3

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.