Fréttabréf - 01.08.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.08.1995, Blaðsíða 4
Frá Austurlandsanga Konur á austurlandi hyggjast halda upp á 20 ára afmæli kvennafrísins á Fáskrúðsfirði. Kl. 17:00 hefst samvera heima hjá Gwendolyn Arago Kemp að Búðavegi 28 (Ásbrún). Þar verður spjallað saman, gömlu rauðsokkusöngvarnir sungnir og búin til messa. Kl. 20:00 verður svo farið upp í kirkju sem er þar ofan við húsið og haldin Kvennamessa. Allir eru velkomnir. Eftir messuna verður svo hægt að halda áfram með kvöldvöku heima hjá Gwendolyn. Búið er að ganga frá því hverjar gegna Kvennalistaembættum innan angans. í framkvæmdanefnd sitja Vigdís Hrafnkelsdóttir, s. 471 1129, og sér hún um fjármál angans, íris Másdóttir, s. 471 1322 og Guðbjörg Gunnarsdóttir, s. 471 1637. Samráðsfulltrúar eru Yrsa Þórðardóttir, s. 475 1373 og Unnur Fríða Halldórsdóttir, s. 471 2229, til vara. Unnur Fríða er einnig fréttaritari angans. Frá Norðurlandsanga eystra Anginn hélt fyrsta súpukvöld vetrarins þriðjudaginn 27. september og var mætingin þokkaleg. Kristín Ástgeirsdóttir mætti og sagði frá Kína- förinni og var það mjög áhugavert. Málmfríður Sigurðardóttir las upp úr bók séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur „Vinátta Guðs" en einsog fram kom í síðasta fréttabréfi er ætlunin að mynda leshring og byrja á þeirri bók. Næsta súpukvöld gæti færst til þar sem fjórða þriðjudag mánaðar- ins ber upp á 20 ára afmæli kvennafrísins. Frést hefur að nýi jafnréttis- fulltrúinn á Akureyri sé jafnvel eitthvað að bauka og ef það reynist rétt verður ný súpukvöldsdagsetning auglýst síðar. Frá Reykjanesanga Sunnudaginn 15. október kl. 11:00 æUum við að hittast við íþróttahús Bessastaðahrepps og fara í gönguferð um Álftanes. Anna Ólafsdóttir Björnsson segir frá ævintýralegri sögu nessins en hún er að skrifa sögu Bessastaðahrepps um þessar mundir. Gönguleið og tímalengd verður ákveðin á staðnum, í samráði við göngukonur og veðurguði. Þó verður ferðin ekki lengri en 2 klst. hið mesta. Allar kvennlistakonur, vinir og vandamenn velkomnar. Félagsfundur verður fimmtudagskvóldið 26. október kl. 20:15. Á dagskrá verður vetrarstarfið og landsfundur, auk þess sem skipa þarf konu í framkvæmdanefnd í stað Elínar Ólafsdóttur. Frakvæmdanefndin

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.