Fréttabréf - 01.08.1995, Side 5

Fréttabréf - 01.08.1995, Side 5
Frá Suðurlandsanga Þann 26. september var haldinn félagsfundur í Suðurlandsanga. Þar var m.a. skipað í Samráð en í því sitja nú Drífa Kristjánsdóttir og Eyrún Ingadóttir sem aðalfulltrúar og Alda Alfreðsdóttir og Sigríður Matthías- dóttir til vara. Eyrún er auk þess fréttaritari angans og tengill við lands- fundamefnd. Frá VestQ arðaanga Við erum byrjaðar í vetrarstarfinu og munum hittast á miðvikudögum hálfsmánaðarlega í vetur. Nú höfum við sagt upp húsnæðinu okkar að Austurvegi 3 í spamaðarskyni og munum því hafa fundina í heimahús- um og skiptast á. Þann 4. okt. vomm við hjá Guðrúnu Stefánsd. bæjar- fulltrúa og næsti fundur er 18. okt. hjá Aðalbjörgu í Holtahverfínu. Kosnar voru í Samráð: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Holti, Hnífsdal og Heiðrún Tryggvadóttir, Urðarvegi 21, ísafirði. Varamenn em þær Sigríður Bragadóttir og Elínborg Baldvinsdóttir. í framkvæmdanefnd em Aðalbjörg Sigurðardóttir og Elín Jónsdóttir. Aðalumræðuefni þessa fundar var um fyrirhugaða kosningu um sameiningu 6 sveitarfélaga á Vestfjörðum, en kynning á því er að fara í gang. Þó við séum ekki með húsnæði höldum við pósthólfinu. Utanáskriftin er: Kvennalistinn Vestfjörðum, Pósthólf 28,400 ísafjörður. Þá er kt. 480591-1009. Með kveðju, Jóna Valgerður. Frá Reykjavíkuranga Reykjavíkurangi hélt fyrsta félagsfund vetrarins 14. september sl. Góð mæting var á fundinn og líflegar umræður. Nú er tveimur erfiðum kosn- ingaárum lokið og konur fegnar að geta rætt um kvenfrelsi, innra starf Kvennalistans og fleiri skemmtileg efni í stað þess að skipuleggja fjár- öflun, útgáfu og atkvæðaveiðar. Á fundinum ræddum við landsfundinn sem framundan er. Guðný Guðbjömsdóttir sagði frá starfinu í þinginu og Steinunn V. Óskarsdóttir sagði frá því helsta sem er á döfinni í borg- arstjóm. Hún fékk fyrirspumir um fargjaldahækkanir strætó og í fram- haldi af því var rædd slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs. Næsti félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 19. október. Helstu verkefni fundarins verða að kjósa konur í Samráð, Framkvæmdaráð og Framkvæmdanefnd. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 5

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.