Fréttabréf - 01.08.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.08.1995, Blaðsíða 7
I íslenskar kvennarannsóknir Ráðstefiia á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum dagana 20. - 22. október í tilefhi af því að tíu ár eru liðin síðan slfk ráðstefna var haldin í fyrsta sinn. Ráð- stefnan verður tvískipt, annarsvegar fræðilegir fyrirlestrar og hinsvegar erindi úr kvennabaráttunni. Efni fyrirlestranna er fjölbreytt en auk þeirra verða pall- borðsumræður um ráðstefnumar í Kína. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða Vigdís Finnbogadóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Elfn Líndal, Þórunn Magnúsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Sigríður Lóa Jónsdóttir, Drífa Hjartar- dóttir, Guðrún Jónsdóttir og Margrét Heinreksdóttir. Ráðstefnan hefst kl. 20:30 á föstudegi og stendur alla helgina. Fyrirlesarar verða Auður Eir Vilhjálms- dóttir, Inga Dóra Björnsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Stefanía Traustadóttir, Sigurður Snævarr, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Herdís Helgadóttir, Auður Styr- kársdóttir, Yrsa Þórðardóttir, Ása Guðmundsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, Guð- rún Ingólfsdóttir, Helga Kress, Guðni Elísson, Guðný Guðbjömsdóttir, Guðrún Bjamadóttir, Guðrún Helgadóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurrós Erlingsdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir, Rannveig Traustadóttir, Unnur Dís Skaptadóttir, Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ólöf Garðarsdóttir, Þóra Björk Hjartardóttir, Erla Huld Halldórsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Annadís Rúdólfsdóttir, Guðrún Agústsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ingólfur Gíslason og Sigrún Júlíusdóttir. Listinn er birtur með fyrirvara um einhverjar breytingar. Kristur — kona — kirkja er yfirskrift málþings sem haldið verður í safnaðarheimili Áskirkju laugardaginn 28. október kl. 10:00-16:30. Markmiðið er að kynna störf kvenna í kirkjunni og stuðla að því að framlag kvenna til kirkju og kristni verði sýnilegra. Frekari upplýsingar veita sr. Maria Ágústsdóttir, s. 562 2755 og sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, s. 588 8500. Umræöurkvöld um nýbúa, hvernig íslenskt samfélag er búið undir að taka við þeim og stefnu íslands í málefnum flóttamanna Að umræðunum standa íslensk ungmenni sem í júlí s.l. fóru í lestarferð á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar undir slagorðunum „Norden mod fremmedhad". Ferðin endaði í Strassborg þar sem haldin var evrópsk ráðstef- na um útlendingahræðsiu, fordóma og misrétti. Fulltrúar ýmissa hópa verða meða framsöguá fundinum, m.a. nýbúa, og væntanlega fulltrúar frá félagsmálaráðuneyti, Kvennalista o.fl. Fundurinn verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 19. október kl. 20:00 og er öllum opinn.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.