Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 1

Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 1
Aí. ÁttiMf Tíei-lacÍMt (tCf. /Chímm'atitC/MM, (anfidKfiff Si*i: 5513725, fu: 5527560 Landsfundur 10.-12. nóvember. Landsfundur Kvennalistans er alveg að bresta á og hefur undirbúningur gengið prýðilega. Einsog áður hefur komið fram hér í fréttabréfinu er hann í höndum Reykjanes- og Reykjavíkuranga, þeirra Önnu Ólafs- dóttur Bjömsson, Guðrúnar Sæmundsdóttur og Steinunnar V. Óskars- dóttur sem sitja í nefndinni, ásamt Áslaugu framkvæmdastýru. Auk þeirra koma ýmsar konur að undirbúningnum sem nú er að komast á lokastig. Skráning er ágæt, a.m.k. er þeirri sem þetta ritar tjáð að svo sé, en þó verður þátttökuskránni ekki lokað fyrr en við leggjum af stað — nema hún yfirfyllist áður en til þess kemur. Nesbúð á Nesjavöllum rúmar samt a.m.k. 100 konur í gistingu. Reynt hefur verið að halda verðinu í lágmarki og varð niðurstaðan 6.800 kr. fyrir uppbúið rúm og fullt fæði. Ofan á það bætast svo 1.000 kr. í jöfnunargjald. Svo virðist sem eitthvað hafí lifnað í glæðum kvennabaráttunnar undan- farið og ættum við að reyna að færa okkur þann hita í nyt. Nú er lag! Dagskrá fundarins er birt í heild sinni á bls. 3.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.